Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 91
ÁSTA KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR
Dramatískt eintal í verksmiðju
Um Snöruna eftir Jakobínu Sigurdardóttur1
Sígild Snara
Árið 2009 kom út hjá Forlaginu skáldsagan Snaran (1968) eftir Jakobínu
Sigurðardóttur (1918-1994). Þessi þriðja útgáfa sögunnar var merkt Klassíska
kiljuklúbbnum, sem gefur út sígild íslensk og þýdd verk. Bækur Jakobínu,
sem urðu alls ellefu talsins, hafa flestar verið ófáanlegar annars staðar en á
fornbókasölum undanfarna áratugi og því er mikið gleðiefni að þessi stutta en
áhrifamikla framtíðarskáldsaga skuli nú vera fáanleg á ný.2
„Þetta er lítið annað og meira en reiðilestur og varla sjáanlegt, að skáldkon-
an hafi gert svo mikið sem tilraun til að klæða þann lestur í þokkalegan bún-
ing, sem henni hefði þó átt að vera lagið,“ sagði ritdómari Morgunblaðsins,
Erlendur Jónsson, um Snöruna í desember 1968 (Erlendur Jónsson 1968:15).
Auðvelt er að gera sér í hugarlund að pólitískar skoðanir ritdómarans hafi haft
einhver áhrif á dóm hans um bókina, sem er beinskeytt ádeila á auðvalds-
stefnu og hersetu hér á landi, en hvort sem „búningur“ sögunnar hugnast
lesendum eða ekki verður því ekki neitað að Snaran er afar sérstök skáldsaga
hvað varðar frásagnaraðferð. Hún er frá upphafi til enda samtal milli sópara
°g samverkamanns hans í verksmiðju á níunda áratug tuttugustu aldar, þ.e.
um tveimur áratugum eftir að sagan er skrifuð. Lesandinn fær þó bara að
heyra annan hluta samtalsins því svör viðmælandans heyrast ekki heldur má
ráða þau af viðbrögðum sóparans sem talar allan tímann. Þetta frásagnarform
er kallað dramatískt eintal (e. dramatic monologue).
Það er fremur óvenjulegt að smásögur, bókakaflar og hvað þá heilar bækur
séu byggðar eingöngu á tali persóna en Snaran er langt frá því að vera eina
verk Jakobínu með því formi. Af tuttugu og þremur smásögum hennar, sem
komu út í þremur smásagnasöfnum, eru að minnsta kosti sjö dramatísk eintöl
eða innri eintöl (e. interior monologue).3 Þar að auki eru heilir kaflar í skáld-
sögunni Lifandi vatnið-------(1974) í formi eintala og samtala.4 Ástráður
Eysteinsson (1999:222) hefur sagt að samtalið sé sá hluti prósaritunar sem
Jakobína hafi ræktað umfram flesta aðra íslenska höfunda og óhætt er að
Segja að framsetning á beinni ræðu sögupersóna sé eitt helsta einkenni höf-
undarverks hennar. En af hverju ætli Jakobínu hafi lagt svo mikla áherslu á