Andvari - 01.06.2011, Síða 101
andvari
DRAMATÍSKT EINTAL f VERKSMIÐJU
99
lífsviðhorf, skoðanir og hugsunarháttur sem sóparinn tjáir eru hugsunarháttur, skoðanir,
lífsviðhorf sem lesandi sögunnar þekkir sjálfur af sinni eigin reynd. Til þessa lesanda
talar sagan og spyr hvernig hann mundi bregðast við slíkri framtíð - með orðfæri og
hugmyndaforða sem gripið er beint úr samtíðinni.
Þótt það framtíðarsamfélag sem dregin er upp mynd af í Snörunni hafi ekki
„ræst“ fullkomlega skiptir það ekki máli; ádeilan er tímalaus því það mun
alltaf verða til fólk sem líkist sóparanum.
Jakobína Sigurðardóttir valdi sögum sínum form sem hentaði efninu og það
er engin tilviljun að henni þótti „girnilegt“ að nota eintöl og samtöl. Persónur
í slíkum textum skapa sjálfar þá mynd sem lesandinn fær af þeim með orðum
sínum, gerðum og samskiptum við aðrar persónur, en túlkun, álit og dómar
sögumanns á þeim eru í lágmarki eða ekki fyrir hendi. Um leið reynir formið
á lesandann sem þarf að átta sig á því hvert samhengið er, hver talar, um
hvað, af hvaða tilefni o.s.frv. Þannig verður persónusköpunin öðruvísi en
þegar sögumaður segir frá og túlkar, og líkari því þegar við kynnumst fólki
og myndum okkur skoðun á því í okkar daglega lífi. Þagnir og það sem ekki
er sagt verður meira áberandi, sem og brestir og veikleikar persóna og mis-
heppnuð samskipti.
Þótt einhverjum hafi þótt skáldsögur Jakobínu orðljótar sagðist hún
einungis sækja orðbragð sögupersóna sinna í „lifandi orðasafn“ fólksins
í kringum sig; til samfélagins sjálfs." Það gerði hún til að styrkja samtöl
og einræður bóka sinna og þann veruleika sem hún skrifaði um. Jakobína
skrifaði sögur um venjulegt fólk sem hefur vissulega ýmsa galla - rétt eins
og við hin - og hún lagði mikla áherslu á djúpa og vandaða persónusköpun,
meðal annars með því að velja rétta frásagnaraðferð. Hinn sérstaki búningur
Snörunnar hentar „reiðilestrinum“ ákaflega vel og þótt hvorki sóparinn né
frásagnaraðferðin hafi notið óumdeildrar hylli á Snaran tvímælalaust heima í
hópi sígildra íslenskra bókmennta.
HEIMILDIR
Astráður Eysteinsson. 1999. Umbrot. Bókmenntir og nútími. Háskólaútgáfan, Reykjavík.
Buchholz, Sabine og Manfred Jahn. 2005. „Dramatic Monologue." Routledge Encyclopedia
of Narrative Theory, bls. 124—25. Ritstj. David Herman, Manfred Jahn og Marie-Laure
Ryan. Routledge, London og New York.
Cohn, Dorrit. 1978. Transparent Minds. Narrative Modes for Presenting Consciousness in
Fiction. Princeton University Press, New Jersey.
Dagný Kristjánsdóttir. 2006. „Unga, reiða fólkið.“ íslensk bókmenntasaga IV, bls. 603-39.
Ritstj. Guðmundur Andri Thorsson. Mál og menning, Reykjavík.