Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 124

Andvari - 01.06.2011, Side 124
122 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI Til dæmis ristir persónusköpun Roberts Jordans í Hverjum klukkan glymur ekki djúpt (og fellur eiginlega í skugga aukapersónunnar og kvenskörungsins Pilar). En veikleikar mikilhæfra skáldverka eru stundum nátengdir kostum þeirra. Kannski á þetta „litleysi“ aðalpersónunnar sinn þátt í því hversu stór- brotna og margslungna mynd sagan birtir af samfélagi á ögurstundu. Þegar ég var í háskólanámi í Bandaríkjunum á níunda áratug síðustu aldar varð ég þess var að ýmsir fræðimenn þar drógu mjög úr vægi Hemingways í bandarískri bókmenntasögu (ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ástæðan geti verið sú hversu lítið fer fyrir Bandaríkjunum sem sögusviði í skáldsögum Hemingways). Um sama leyti bárust, enn sem fyrr, staðfestingar frá höfundum annarra landa um mikilvægi Hemingways fyrir sköpunarstarf þeirra, eins og sjá má af áðurnefndri skáldsögu Péturs Gunnarssonar frá 1982 og grein sem Gabriel García Márquez skrifaði skömmu áður þar sem hann gerir grein fyrir því sem hann hafi lært af Hemingway.44 í New York Times skrifaði prófessor Irving Howe um svipað leyti grein þar sem hann segir að Hemingway sé að vísu í „hávegum hafður“ en standi samt á „óstöðugum stalli“. Greinin birtist í tilefni af útgáfu bréfa Hemingways, sem sum þykja birta miður hugnanlega mynd af höfundinum,45 en ummæli Howes votta einnig um vissa viðhorfs- breytingu í Bandaríkjunum. Þessa breytingu - sem vissulega er hluti af almennari umskiptum - má sjá staðfesta í sumum þeirra nýlegu bandarísku safnrita þar sem saman eru dregnir úrvalstextar eftir ýmsa höfunda og einkum eru ætluð til bókmennta- kennslu í skólum. Þar hefur hlutur Hemingways stundum orðið furðu rýr. Sjálfur notaði ég eitt sinn við kennslu í Háskóla íslands stórt tveggja binda safnrit með úrvali úr bandarískum bókmenntum (útgefið 1990), alls nær 5500 þéttprentaðar blaðsíður. Þetta rit sýnir glöggt þá gríðarlegu endur- skoðun hefðarveldisins („kanónsins“, úrvalsritanna) sem átt hafði sér stað í Bandaríkjunum á undangengnum árum. Brugðist var við fyrri vanrækslu á verkum ýmissa höfunda, ekki síst kvenhöfunda sem og karlhöfunda úr minnihlutahópum. Þessi endurskoðun var tímabær og merkileg og þýðir að þeir höfundar sem áður töldust miðlægir („á stalli“) raðast með öðrum án þess að njóta fyrri hefðarstöðu sinnar svo nokkru nemi. Jafnvel Nóbelsverðlaun eru ekki trygging fyrir inngöngu: þarna eru engir textar eftir Sinclair Lewis, Pearl S. Buck eða Isaac Bashevis Singer. Hlutur annarra bandarískra Nóbelshöfunda er misjafn: T.S. Eliot fær 36 blaðsíður, Eugene 0‘Neill 33, William Faulkner 27, Saul Bellow 17, John Steinbeck 14 en Ernest Hemingway einungis 6 og er þar um að ræða kynningartexta og smá- söguna „Hills Like White Elephants“.46
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.