Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 131

Andvari - 01.06.2011, Page 131
SIF SIGMARSDÓTTIR Konan með augun sem hlusta Hugleiðingar um hina söguna í bókinni Jón Leifs - Líf í tónum Augnaráðið skildi eftir sig spor í íslenskum bókmenntum. „Mér finnst sem augun hlusti,“ orti Jóhann Jónsson skáld skömmu fyrir ótímabært andlát sitt í Þýskalandi, „og brosið sjálfu sér og öðru gleymi“.’ Er þessi sömu augu - íbyggin, dimmbrún og mörkuð dökkum brúnum - hvíldu á litlu tvílyftu ein- býlishúsi við Freyjugötu 3 í Reykjavík áratugum síðar þótti blik þeirra öllu óheillavænlegra. Húsfreyjan óttaðist álög þeirra; að harmurinn sem kveðinn hafði verið að konunni sem stóð álengdar hinum megin götunnar gæti ein- hvern veginn teygt sig yfir og kallað yfir heimili hennar ógæfu.2 í húsinu bjó tónskáldið Jón Leifs ásamt þriðju eiginkonu sinni og ungum syni. Fyrir utan stóð gyðingakona frá Miðevrópu sem lagt hafði allt í sölurnar svo eitt mesta tónskáld íslendinga mætti verða til. Það er naumast ofsagt að tónskáldið Jón Leifs teljist með umdeildari karakt- erum íslenskrar tónlistarsögu. Skoðanir á honum hafa löngum verið skiptar.3 Svo mjög hefur verið tekist á um persónu hans að á tíðum hefur reynst erfitt greina milli goðsagnarinnar og mannsins. Var hann stórhuga snillingur eða léttvægur sérvitringur? Var hann ósérhlífinn brautryðjandi eða óskamm- feilinn eiginhagsmunaseggur? I bókinni Jón Leifs - Lífí tónum leitast tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson við að henda reiður á einu fyrirferðarmesta tónskáldi sem Islend- ingar hafa átt.4 Af nærgætni er skyggnst inn í hugarheim mótsagnakennds ein- staklings í metnaðarfullri og lipurlega ritaðri frásögn. Kjarna listamannsins er leitað í verkum hans af þekkingu en höfundur hefur einstakt lag á að miðla í orðum inntaki tónverka á faglegan hátt en þó þannig að leikmenn á sviði tón- listar hafi gaman af. Víða hefur verið leitað fanga við ritun bókarinnar og er viðfangsefnið málað skýrum dráttum en með sanngirni. Fljótt verður þó ljóst að hinn stríði hljómur í tónlist Jóns Leifs átti sér samsvörun í persónu hans. Jón Þorleifsson, betur þekktur sem Jón Leifs, ólst upp í Reykjavík við upp- haf 20. aldar.5 Við aldamótin var Reykjavík 6000 manna þorp og var þar litlu tónlistarlífi fyrir að fara.6 Segja má að eitt af fyrstu þrekvirkjum Jóns
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.