Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 147

Andvari - 01.06.2011, Page 147
ANDVARI KONAN MEÐ AUGUN SEM HLUSTA 145 sækja. Annie ferðaðist víða um lönd til að vinna að framgangi málstaðar síns og hlotnaðist henni m.a. áheyrn hjá Píusi XII páfa. í einni slíkri ferð klemmd- ist Annie illa á baugfingri og litla fingri hægri handar svo varanlegur skaði hlaust af. Var það henni mjög þungbært að geta ekki lengur spilað á þann hátt sem hún var vön. Þrátt fyrir þrotlaust starf af hálfu Anniear reis klaustrið aldrei. Hún gaf þó aldrei upp vonina um heilagt athvarf til minningar um dóttur sína sem átti meðal annars að rúma afdrep fyrir Jón Leifs svo hann mætti öðlast næði til að stunda tónsmíðar í ellinni.62 Aldrei var vilji Anniear til að tryggja tilurð meistaraverka fyrrum eiginmanns síns langt undan. Árið 1952 fluttust Annie og Snót í litla kjallaraíbúð við Nýlendugötu 22. Stuttu síðar hóf Annie að taka að sér píanónemendur. Það getur ekki hafa verið auðvelt fyrir konu af erlendu bergi brotna sem hafði lítil tengsl við íslenskt samfélag að hasla sér völl sem einkakennari. Var greiðvikni gamals vinar frá Leipzigárunum, Páls ísólfssonar sem þá var dómorganisti, sem himnasending. Áður en Annie tók að auglýsa þjónustu sína með tilkynning- um í blöðunum skrifaði Páll greinarstúf í Morgunblaðið til að vekja athygli á Annie sem píanókennara. „Frú Annie er mikilhæf kona og hámenntaður píanóleikari,“ tjáði hann löndum sínum.63 Páll var þekktur fyrir fádæma greiðvikni og lét ekki þar við sitja. Orgel- nemendur sína marga sendi hann til Anniear í píanótíma. Tilgangurinn var svo að þeir mættu öðlast betri píanótækni.64 Við kennsluna studdist Annie við sömu aðferð og hún hafði lært hjá Teichmúller. Sú tækni fólst einkum í að þjálfa vel sjálfstæði hvers fingurs fyrir sig.65 Páll tók Annie af hlýju þótt slegið hefði í brýnu með þeim um tíma er þeir Páll og Jón deildu hart um stefnuna sem tónlistarmál á íslandi tóku. Hún var tíður gestur á heimili Páls og fjölskyldu hans. Væri þar eitthvað um að vera var henni ávallt boðið og þyrfti Annie aðstoðar við var Páll alltaf innan handar.66 Svo bóngóður var hann í garð Anniear að sumum þótti nóg um. Einhverju sinni er Páll og kona hans körpuðu á frúin að hafa látið þau orð falla að ef Páll hugsaði jafnvel um eiginkonu sína og hana Annie Leifs yrði litlum hjónabandsörðugleikum fyrir að fara.67 Annie reyndi eftir mætti að endurgjalda þá góðvild sem henni var sýnd. Veraldlegar eigur átti hún litlar. Aðeins fagran Blúthner konsertflygil sem for- eldrar hennar höfðu gefið henni áratugum fyrr skreyttan flúri úr innlögðum viði.68 En hún var úrræðagóð og fann leiðir til að þakka fyrir sig af gjafmildi og reisn. Þuríður Pálsdóttir, dóttir Páls, minnist þess að Annie hafi gjarnan komið færandi hendi heim til fjölskyldunnar með matvæli sem hún hafði útbúið, súrkál að þýskum sið eða eldaða sveppi sem hún hafði tínt á túnum bæjarins. Heimilisfólkið var stundum tregt til að bragða á þessari framandi kokkamennsku en Páll tók ávallt til matar síns og sá til þess að þakklætis- vottinum yrðu gerð góð skil.69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.