Andvari - 01.06.2011, Page 147
ANDVARI
KONAN MEÐ AUGUN SEM HLUSTA
145
sækja. Annie ferðaðist víða um lönd til að vinna að framgangi málstaðar síns
og hlotnaðist henni m.a. áheyrn hjá Píusi XII páfa. í einni slíkri ferð klemmd-
ist Annie illa á baugfingri og litla fingri hægri handar svo varanlegur skaði
hlaust af. Var það henni mjög þungbært að geta ekki lengur spilað á þann hátt
sem hún var vön. Þrátt fyrir þrotlaust starf af hálfu Anniear reis klaustrið
aldrei. Hún gaf þó aldrei upp vonina um heilagt athvarf til minningar um
dóttur sína sem átti meðal annars að rúma afdrep fyrir Jón Leifs svo hann
mætti öðlast næði til að stunda tónsmíðar í ellinni.62 Aldrei var vilji Anniear
til að tryggja tilurð meistaraverka fyrrum eiginmanns síns langt undan.
Árið 1952 fluttust Annie og Snót í litla kjallaraíbúð við Nýlendugötu 22.
Stuttu síðar hóf Annie að taka að sér píanónemendur. Það getur ekki hafa
verið auðvelt fyrir konu af erlendu bergi brotna sem hafði lítil tengsl við
íslenskt samfélag að hasla sér völl sem einkakennari. Var greiðvikni gamals
vinar frá Leipzigárunum, Páls ísólfssonar sem þá var dómorganisti, sem
himnasending. Áður en Annie tók að auglýsa þjónustu sína með tilkynning-
um í blöðunum skrifaði Páll greinarstúf í Morgunblaðið til að vekja athygli
á Annie sem píanókennara. „Frú Annie er mikilhæf kona og hámenntaður
píanóleikari,“ tjáði hann löndum sínum.63
Páll var þekktur fyrir fádæma greiðvikni og lét ekki þar við sitja. Orgel-
nemendur sína marga sendi hann til Anniear í píanótíma. Tilgangurinn var
svo að þeir mættu öðlast betri píanótækni.64 Við kennsluna studdist Annie við
sömu aðferð og hún hafði lært hjá Teichmúller. Sú tækni fólst einkum í að
þjálfa vel sjálfstæði hvers fingurs fyrir sig.65
Páll tók Annie af hlýju þótt slegið hefði í brýnu með þeim um tíma er þeir
Páll og Jón deildu hart um stefnuna sem tónlistarmál á íslandi tóku. Hún
var tíður gestur á heimili Páls og fjölskyldu hans. Væri þar eitthvað um að
vera var henni ávallt boðið og þyrfti Annie aðstoðar við var Páll alltaf innan
handar.66 Svo bóngóður var hann í garð Anniear að sumum þótti nóg um.
Einhverju sinni er Páll og kona hans körpuðu á frúin að hafa látið þau orð
falla að ef Páll hugsaði jafnvel um eiginkonu sína og hana Annie Leifs yrði
litlum hjónabandsörðugleikum fyrir að fara.67
Annie reyndi eftir mætti að endurgjalda þá góðvild sem henni var sýnd.
Veraldlegar eigur átti hún litlar. Aðeins fagran Blúthner konsertflygil sem for-
eldrar hennar höfðu gefið henni áratugum fyrr skreyttan flúri úr innlögðum
viði.68 En hún var úrræðagóð og fann leiðir til að þakka fyrir sig af gjafmildi
og reisn. Þuríður Pálsdóttir, dóttir Páls, minnist þess að Annie hafi gjarnan
komið færandi hendi heim til fjölskyldunnar með matvæli sem hún hafði
útbúið, súrkál að þýskum sið eða eldaða sveppi sem hún hafði tínt á túnum
bæjarins. Heimilisfólkið var stundum tregt til að bragða á þessari framandi
kokkamennsku en Páll tók ávallt til matar síns og sá til þess að þakklætis-
vottinum yrðu gerð góð skil.69