Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Síða 148

Andvari - 01.06.2011, Síða 148
146 SIF SIGMARSDÓTTIR ANDVARI Framtakssemin var Annie í blóð borin. Jón Leifs hafði notið góðs af dugn- aði hennar og metnaði. Hún setti markið ávallt hátt og gerði slíkt hið sama fyrir hönd sinna nánustu. Þegar Þórey, systir Jóns sem rak verslunina Silki- búðina til margra ára ásamt móður þeirra, ráðfærði sig einhverju sinni við Annie um reksturinn lá Annie ekki á hvatningarorðum og ráðum um hvernig stækka mætti verslunina og auka þar vöruúrvalið.70 Dætrum sínum ætlaði Annie alltaf mikil afrek. Eins og fyrr segir sýndi Líf snemma mikla hæfi- leika sem fiðluleikari. Snót reyndist afbragðsnámsmaður og árið 1949 varð hún þriðja íslenska konan til að hljóta doktorsnafnbót er hún lauk námi í bók- menntasögu frá Hamborgarháskóla. Ritgerð hennar er bar heitið Stilistische und rhythmische Untersuchungen zu Nietzsches Zarathustra fjallaði um hrynjandi og rím í Also sprach Zarathustra eftir Friedrich Nietzsche.71 En enn dundu áföllin yfir fjölskylduna. Snót fékk aldrei að njóta ávaxtar erfiðis síns. Eftir að hafa unnið á skrif- stofu STEFs og síðar hjá franska sendiráðinu varð hún að láta af störfum af heilsufarsástæðum. Hún greindist með geðklofa og varð sífellt fáskiptnari uns hún hvarf inn í heim sjúkdómsins fyrir fullt og allt.72 Umönnun Snótar varð hlutskipti Anniear. Þrátt fyrir að bæjarslúður þess tíma hafi gjarnan verið á þá leið að hinn mikli Jón Leifs vanrækti veika dóttur sína er fátt sem bendir til þess. Annie fór með Snót í heimsóknir til Jóns og þriðju eiginkonu hans Þorbjargar Leifs þar sem þau bjuggu að Freyjugötu 3, þótt ávallt biði Annie eftir dótturinni fyrir utan húsið. Einnig átti Jón til að fara með Snót á veitingastaði bæjarins þar sem hann kenndi dóttur sinni - og ósjaldan starfsfólki veitingastaðanna um leið - hvernig njóta ætti á réttan hátt lystisemda lífsins í formi matar og drykkjar.73 Margir samtíðarmenn Anniear muna eftir henni þar sem hún gekk dökk- klædd um götur bæjarins hægum skrefum, stundum einsömul, stundum ásamt Snót sem ávallt gekk nokkrum skrefum á eftir henni. Snót virtist mörgum fjarræn, eins og hún dveldi í öðrum heimi. Á sunnudögum stungu mæðgurnar enn frekar í stúf er þær settu upp, að sumum fannst, skringilega hattkúfa og héldu til kirkju, yfirleitt í Dómkirkjuna til að hlýða á Pál ísólfsson spila.74 Á sumrin heimsóttu mæðgurnar Fossvogskirkjugarð eins oft og þær máttu þar sem þær hlúðu að leiði Lífar og skreyttu það litlum steinum og villtum jurtum.75 Utangátta í íslensku samfélagi gerði hámenntuð tónlistarkona utan úr heimi sér engu að síður Reykjavík að heimili. „Hérna er hún dóttir mín grafin,“ sagði hún og kvaðst þess vegna hvergi annars staðar vilja búa.76 Svo fjarri heimahögunum var þó eitt sem gerði gyðingakonunni frá Teplitz kleift að líta á hrjóstrugt land elds og ísa sem heimkynni sín umfram annað. Þetta var staðurinn sem blásið hafði Jóni Leifs anda í brjóst svo úr varð hin hljómandi rödd lands og þjóðar. I þeirri rödd átti Annie Leifs hlutdeild.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.