Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 152

Andvari - 01.06.2011, Side 152
150 SIF SIGMARSDÓTTIR ANDVARI Má vera að þarna reyni hann að varðveita sjálfan sig og sögu sína komandi kynslóðum til handa? Að auki passaði Jón vel upp á öll þau bréf sem honum bárust. Hann lét þó ekki þar við sitja heldur tók gjarnan afrit af bréfum til varðveislu sem hann sjálfur skrifaði öðrum. Þessi gögn öll hélt Jón vel upp á. í bók Árna Heimis Ingólfssonar kemur fram hvernig hann lagði sig allan fram við að reyna að bjarga þeim frá Þýskalandi að sfðari heimsstyrjöld lokinni. Slíkt var erfiðleikum háð og varð kistill nokkur sem Jón hafði skilið eftir í peningaskáp í Potsdam og innihélt stóran hluta bréfasafns hans víðförull áður en hann komst loks í hendur eiganda síns.84 En þótt á heimili Jóns og Anniear Leifs hafi ríkt slíkur kúltúr „sjálfsvarð- veislu“ virðist sem ekki hafi verið talið að jafnmikil þörf væri á að skapa Annie og störfum hennar þetta „eilífa gildi“. í ævisögu sinni um Jón Leifs vekur Carl-Gunnar Áhlén máls á úrklippubók sem finna má í gögnum tón- skáldsins sem nú eru geymd á Landsbókasafninu. Hann segir það „leiðinlegt að sjá leifarnar af þeim fáu umsögnum sem Annie fékk um tónleikana [í Magdeburg árið 1923]. Þær hafa verið klipptar niður og fátt eitt geymt nema það sem sagt var um tónlist Jóns. ... [Tónleikahaldi hennar var] gjörsamlega ýtt til hliðar miðað við hve gríðarlega umfangsmikil heimildasöfnunin var um iðju Jóns.“85 Þau bréf til Anniear sem varðveitt eru á Landsbókasafni tengjast flest störfum Jóns og eru viðbrögð við tilraunum hennar til að koma honum og list hans á framfæri. Bréfaskipti milli Anniear og Jóns, mörg frá fjórða áratug síðustu aldar, fjalla svo mest um búsorgir og hjónabandsörðugleika þeirra. En slíkar eru oft skorður þess sem rannsakar fortíðina. Þegar fyrstu drög að ritgerðinni, greininni eða bókinni hafa verið smíðuð af viðfangsefninu sjálfu eins og gjarnan er í einsögurannsóknum einkennast þau í sumum tilfellum af manískum metnaði en í öðrum af hógværð. Það er sagnfræðingsins að leyfa ekki hinum stórtæka að stýra sagnarituninni. Sé betur rýnt í létt fótspor þess auðmjúka kann ýmislegt að koma í ljós sem fyrirfórst í þeim hafsjó heimilda sem sá skildi eftir sig sem reyndi að grópa sig inn í söguna. Annie Leifs eru gerð skil í þeim tveimur ágætu ævisögum sem skrifaðar hafa verið um Jón Leifs. Þar leikur hún aukahlutverk eiginkonu eins mesta tónskálds sem Islendingar hafa átt. En að vissu leyti er ævisaga hennar órituð. Þótt svo virðist sem hún hafi á tíðum lifað lífi sínu á forsendum Jóns Leifs á hún skilið að saga hennar sé sögð á forsendum hennar sjálfrar; hún séð frá sjónarhóli Anniear sem listamanns, gyðingakonu í Þriðja ríki Hitlers, inn- flytjanda á íslandi um miðja síðustu öld. Annie Leifs var vissulega konan bak við Jón Leifs - en hún var meira en það.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.