Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 153
ANDVARI
KONAN MEÐ AUGUN SEM HLUSTA
151
TILVÍSANIR
1 Frú Annie - og mér finnst sem augun hlusti/og brosið sjálfu sér og öðru gleymi,/borið
á brott af óseðjandi þrá./Frú Annie - hjartað berst, í blíðum gusti/sem bærist lauf - úr
óravíðum geimi/til hennar einnig undur Guðs mun ná. -Kvæðið er ort til Anniear Leifs á
þýsku. Sjá íslenska þýðingu Kristjáns Árnasonar í: Árni Heimir Ingólfsson, Jón Leifs. Líf
í tónum, bls. 130.
Bréf til undirritaðrar frá Hjálmari H. Ragnarssyni, dags. 11. júlí 2011.
3 Jón Leifs var umdeildur maður á sinni tíð. Áratugum eftir andlát hans er enn tekist á um
persónu hans. Má þar til að mynda nefna blaðadeilur milli Hjálmars H. Ragnarssonar,
Jóns Þórarinssonar og Bjarka Sveinbjörnssonar. Sjá Morgunblaðið, 11. nóvember 1995.
-Morgunblaðið, 22. nóvember 1995. -Morgunblaðið, 28. nóvember 1995. -Morgunblaðið,
14. september 1996. -Morgunblaðið, 11. október 1996.
4 Bókin Jón Leifs - Lífítónum kom út haustið 2009 hjá Máli og menningu. Var hún tilnefnd
til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis.
5 Áður en Jón Þorleifsson hélt til Þýskalands til náms fékk hann leyfi Alþingis til að breyta
nafni sínu í Jón Leifs. Hann mun þá hafa haft í huga að það gæti reynst útlendingum torvelt
að bera fram upphaflegt föðurnafn hans. -Hjálmar H. Ragnarsson, „Jón Leifs.“ Andvari
XXXII (1990), bls. 5-38. Sjá bls. 13.
6 Hagskinna. Sögulegar hagtölur um ísland. Ritstjórar: Guðmundur Jónsson og Magnús S.
Magnússon. Reykjavík, 1997, bls. 67.
7 Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn. Handritadeild (hér eftir Lbs.-Hbs.) [án númers]
Gögn Jóns Leifs. Dagbók, 6. mars 1916.
8 Sú lengsta og gagnorðasta birtist í Morgunblaðinu hinn 14. ágúst árið 1921 undir heitinu
„íslenskt tónlistarlíf.“ Hún vakti hörð viðbrögð. Til dæmis skrifaði Sigfús Einarsson,
dómorganisti, svargrein í Morgunblaðið 22. september sama ár þar sem hann kallaði grein
Jóns ungæðislegan vaðal og níð um þá sem um söng fengust á íslandi. Hann taldi þetta
málæði Jóns vera til einskis gagns, allra síst Jóni sjálfum.
9 Viðtal við Atla Heimi Sveinsson, 2. ágúst 2011. - Bréf til undirritaðrar frá Carl-Gunnar
Áhlén, dags. 11. ágúst 2011. - Bréf til undirritaðrar frá Hjálmari H. Ragnarssyni, dags. 11.
júlí 2011.
Nafnið Annie er ekki til í íslenskri mannanafnaskrá. Verið hefur á reiki í málsamfélag-
inu hvort erlend eiginnöfn af þessu tagi skuli taka íslenskri beygingu í eignarfalli. Hér
er hafður sami háttur á og í bók Árna Heimis Ingólfsson og íslenskri þýðingu Helgu
Guðmundsdóttur á ævisögu Jóns Leifs eftir Carl-Gunnar Áhlén og notast við eignarfalls-
myndina „Anniear".
Bærinn hefur nú endurheimt tékkneskt heiti sitt og nefnist Teplice.
12 Áhlén, Carl-Gunnar, Jón Leifs. Tónskáld ímótbyr. Reykjavík, 1999, bls. 47-49.
Hinn 2. apríl árið 1843 var fyrsti þýski tónlistarskólinn stofnaður í Leipzig. Sex kennarar
voru ráðnir við skólann. Þeirra á meðal voru Felix Mendelssohn Bartholdy og Robert
Schumann. Árið 1876 hlaut skólinn heitið Königliches Konservatorium der Musik zu
Leipzig og 11 árum síðar, eða árið 1887 eignaðist skólinn húsnæði við GrassistraGe 8 þar
sem skólinn starfar enn í dag. Árið 1946 var farið að kalla stofnunina Hochschule fúr Musik
og var þá fyrst tekið að kenna hana við Felix Mendelssohn. Tónlistarskóli þessi er nú starf-
andi undir nafninu Hochschule fúr Musik und Theater „Felix Mendelssohn-Bartholdy“.
Sjá Röntsch, Paul, Festschrift zum 75 Jahrigen Bestehen des Königl. Konservatorium der
Musik zu Leipzig am 2. April 1918. Leipzig, 1918, bls. 12. -Wehnert, Martin, Johannes
Forner, Hansachim Schiller, Hochschule fiir Musik Leipzig. Leipzig, 1968, bls. 209.
-Forner, Johannes, „Zeittafel zur Geschichte der Hochschule." Hochschule fiÁr Musik und