Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Síða 157

Andvari - 01.06.2011, Síða 157
SVEINN EINARSSON Um nafnlaus leikrit og fleira í þeim dúr Þeim sem forvitnir eru um íslenska leiklistarsögu kemur ýmislegt á óvart. Eitt af því er hversu mörgum hefur dottið í hug að setja saman leikrit í frí- stundum sínum. Menn hafa lengi undrast hversu mikill áhugi hefur verið um leiksýningar allt frá því fyrir hundrað og fimmtíu árum, þegar þær raunveru- lega hófust á íslandi. Aðsókn hefur verið og er enn meiri en þekkist í flestum nágrannalöndum. Og ótrúlega margir hafa tekið sig til og staðið fyrir slíkum leiksýningum, allt frá ungmennafélögum, templarastúkum, skólafélögum, sjómannafélögum, prentarafélögum og kvenfélögum til áhugaleikflokka og atvinnuleikhúsa nútímans. Sama máli virðist gegna um leikritasmíð; miðað við hina frægu höfðatölu mun leitun á þjóð hér í nágrenninu, þar sem jafn margir hafa látið sér detta í hug að setja saman leikrit. Oftlega var þetta til heimabrúks í sveitum og pláss- um landsins, sem og fyrir skólana, stundum líka bersýnilega fyrir ánægjuna eina og skúffuna án þess að komast nokkru sinni á svið. Prófritgerð sína um elstu leiksmiði íslendinga gaf Steingrímur J. Þorsteins- son, síðar prófessor, út á bók 1943 og kallaði Upphaf leikritunar á íslandi. Var það þarft frumherjaverk. Árið 1946 birtist svo í Árbók Landsbókasafns Islands leikritaskrá sem sá mikli eljumaður Lárus Sigurbjörnsson hafði sett saman og var með ólíkindum hversu mörg leikritaheiti honum hafði tekist að draga fram úr margvíslegum heimildum. Árið 1949 kom hann svo með viðbót, því að alltaf var eitthvað nýtt (eða gamalt öllu heldur) að koma fram í sviðsljósið, ef svo má að orði komast um verk sem langt frá því nærri öll náðu því nokkru sinni að vera leikin. í sögulegum inngangi að skrá sinni sagði Lárus í lokin: „Verði samt glompur í skránni, vildi ég mega fylla þær síðar, en þigg með þökkum að aðrir geri það“. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar og ugglaust kominn tími til að útbúa nýja leikritaskrá. Það og mörg önnur spennandi verkefni bíða þess, þegar loks verður settur upp formlegur kennslustóll í leiklistarfræðum við Háskóla Islands. Til dæmis varð mikill fjöldi leikrita til í Islendingabyggðum vestan hafs og lítið vitað um mörg nema heitið eitt.1 Annars urðu til leikrit allan síðari hluta nítjándu aldar og lungann úr þeirri tuttugustu út um allt land
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.