Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 161

Andvari - 01.06.2011, Side 161
ANDVARI UM NAFNLAUS LEIKRIT OG FLEIRA í ÞEIM DÚR 159 hyggnum hreppstjóra, konu hans og dóttur, svo og sauðheimskum heiglum sem hreppstjórinn hefur fyrir vinnumenn, aðkomumanni sem hann tekur fyrir þjóf, sem sloppið hafði úr greipum réttvísinnar og hreppstjóra er í mun að handtaka til að sýna hæfni sína í hreppstjórastarfinu (og hljóta orðu fyrir), kjöftugri vinnukonu sem á trúnað hans og loks aðvífandi kaupmanni og svo sýslumanni. Það er einkum dóttirin sem ekki sýnir flas eða dómgirni, enda verður hlýtt með henni og komumanni, sem auðvitað kemur í ljós að er ekki þjófurinn; hefur meira að segja verið sæmdur frönsku heiðursmerki fyrir að bjarga mönnum úr sjávarháska vestur á fjörðum. Hann heitir Rafn Sveinbjarnar- son, hvort sem það nafn á að vera tákn heiðarleika umfram önnur nöfn. Er skemmst af því að segja, að hvað formgerð snertir hverfist leikurinn útúrdúralaust um eitt mál og er að sínu leyti dramatískt vel upp byggður, þrátt fyrir sálfræðilega snubbóttan endi. í honum er nokkur spenna og tilsvörin sem oft eru vel orðuð, þjóna leiknum vel og eru rituð á ágætu venjulegu máli. Mannlýsingarnar eru ekki djúpar fremur en oft vill verða í gamanleikjum, en lýsingin á aðalpersónunni, hreppstjóranum, sver sig í ætt við persónur eins og Vielgeschrey í Æðikolli Holbergs og Harpagon í Aurasál Molieres, menn sem eru höfuðsetnir af einhverri folie. Þessi leikur er nefnilega skilgetið afkvæmi hinnar sígildu komedíu sem á rætur að rekja allt til hellenska tímabilsins hjá Grikkjum og sem hjá okkur nam land með leikjum Sigurðar Péturssonar, Hrólfi og Narfa. Án þess að hægt sé að tala um hreinræktaða flokkun slíkra leikja annars vegar og hins vegar sveitalífslýsinganna, sem bæði skólapiltar og heimamenn í héraði útbjuggu, er þá ljóst, að þessi lýsing er ekki sett saman til að búa til markverða þjóðlífsmynd, sem segja má að Sigurði Péturssyni takist einnig í sínum leikjum, heldur er hér um að ræða akademíska smíð. Hinum unga löglærða höfundi blöskrar einfaldlega dómgreindarleysi og óhæfni þeirra sem falið er að sinna lögum og rétti í héraði. Það er tilgáta greinarhöf- undar að leikurinn sé saminn í Stykkishólmi, í húsi Árna Thorlaciusar sem var menningarmaður og vinur Williams Morris. Kaupmannssonurinn Olafur Thorlacius, sonur Árna, tók sig síðar til og samdi fjölda leikrita þar sem hann endursagði efni úr íslendingasögum. Munurinn var sá, að þau leikrit komust á svið, enda skriður kominn á leikstarfsemi á Islandi á áttunda áratug nítjándu aldarinnar. En umrætt leikrit Árna Thorsteinssonar, sem óneitanlega er haglegri og tilþrifameiri smíð, hefur lent í skúffunni. Aðeins er ástæða til að benda hér á ein ólíkindi með þessu verki og öllum þorra annarra leikja frá þessum frumbýlingsárum íslenskrar leikritunar. Þar var landlægt að hæðast að umrenningum og flysjungum, menn eru hræddir við það ókunna, þó að vitað sé að sumir slíkra umrenninga voru reyndar skemmtikraftar þessara tíma og oft góðir frásögumenn. Við höfum þessa tilhneigingu strax í Sperðli og Skammkatli, í Hrólfi og Narfa og eftir að skáldsagnaritun hefst Hallvarð Hallsson hjá Jóni Thoroddsen. En hér er þessu snúið við. Það er aðkomu-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.