Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 31
Þjóðréttarstaða íslands
13
ómótmælanlegur. Einnig þegar um Svíþjóð og Noreg var að ræða, var
konungurinn oft nefndur Damnerkur konungur í samningunum.
Hinn fyrsti sáttmáli, sem ísland gjörði eftir 1263, var sá- er gjörður
var við Danmörku 1918, en síðan hefir Island gjört marga aðra milli-
ríkja samninga.
Árið 1537 breyttist staða Noregs gagnvart Danmörku. Árið áður
liafði Christian 3. með liandsali lofað lainu danska ráði og aðli að færa
út ríkið af öllum mætti; skyldi Noregur, þegar liann hefði náð yfirráð-
um þar, teljast til Danmerkur eins og liin löndin, Jótland, Fjón og Sjá-
land og' Skánn, en ekki vera sérstakt konungsríki, heldur um allan aldur
hluti danska ríkisins og lúta Danakonungi. Þrátt fyrir handsalið vai'ð
Noregur þó aldrei óaðskiljanlegur hluti Danmerkur, hann varð aldrei
danskt land, heldur sérstakt ríki eins og áður, þótt hann væri nú oi'ðinn
Danmöi'ku réttarfarslega háður.1) Oft er þjóðhöfðinginn aðeins nefnd-
ur konungur Danmerkur, en stundum þó líka konung-ur Noregs. Utan-
ríkisráðherrann, sem var kanslari konungs, varð að vera innfæddur
danskur aðalsmaður. Ríkisráð og i’íkisembættismenn Danmerkur komu
oft fram sem fulltrúar Noregs.2) Noregur hélt aldrei fram neinum full-
veldisrétti, en Island gjörði það. Niður aldirnar hélt ísland því marg-
sinnis fram, að afstaða þess til ltonungsvaldsins hæði fyr og síðar væri
bygð á Gamla Sáttmála.
Er tímar liðu fram skipaðist svo um, að samband Islands og Dan-
merkur varð æ nánara; sambandið varð brátt í raun og veru ríkiseining,
svo að smám saman fóru menn að skoða Island sem danska hjálendu.
Fyrir því var þó enginn réttargi’undvöllur, lxeldur átti þessi þróun ein-
g'öng-u rót sína að rekja til aflsmunar, er hinn .sterkari beitti gegn
hinum vanmáttugri, eins og algengt var á þeim tímum. Áldinborgar-
aettin tók við ríki á íslandi, en enginn varð þar konungur, nema haim
væri sérstaklega hyltur og hefði tekið á sig skuldbindingar gagnvart
landinu.
Það eru margar sannanir fyrir því, að Gamli Sáttmáli var talinn
í gildi og að konungshyllingar voru skoðaðar sem endurnýjun hans.
Árið 1649 er það fært til alþingisbókar sem ósk og beiðni allrar Lög-
réttu: “að konungleg maiestet vildi eftir gömlum Islendinga sáttmála,
þegar sköttum var játað af landinu,3). að skikka þeim íslenzka sýslu-
1) Aubert, bls. 21.
2) Remertz segir í “Die staatsrechtliche Stellung Islands” bls. 33, að Noregur hafi orSið
<lönsk hjálenda, en telur hann þó sem “hluta úr ríki, sem gagnvart þvf hefir nokkur af
hinum nauðsynlegu sjálfstæðis einkennum (landsvæði, þjóð, rlkisstjórn) og er, að þvl
le>'ti, frábrugðinn venjulegum ríkishluta (t. d. sveitar. eða bæjarfélagi). pó skortir hann
sjálfstætt rlkisvald. sem eingöngu er háð eigin vilja." Aubert heldur því fram (bls. 34) að
hyorki sé hægt að kalla Noreg eftir 1537 “hálfsjálfstætt” rlki né lénsriki. Menn verði yfir-
leitt að vara sig á þvl að leggja ný ríkishugtök I ályktanir sínar. Hin praktiska þýðing
uinnar ytri tilveru ríkisins hafi legið I því, að eftir réttarhugmyndum þeirra tíma, bæði
utaniands og innan, hafi það verið álitið sérstakt og aðgreint ríki frá Danmörku og frelsast
fueð því frá þeirri eyðileggingu, sem yfir því vofði.
3) Hér er átt við Gamla Sáttmála.