Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 39
Þjóðréttarstaða Islands
21
13 dönskum og 7 íslenzkum, og kom saman næsta ár í Kaupmannahöfn.
Formenn nefndarinnar voru hinn danski forsætisráðherra J. C. Clirist-
ensen og ráð'herra Islands, Hannes Hafstein.
í heimsókn sinni á íslandi hélt konungur ræðu eina á ferðalagi sínu
um landið og nefndi Danmörku og Island “bæði ríkin.” Þessi ræða
vakti mikla eftirtekt og olli miklum umræðum. Islendingar litu svo á
þessi orð konungs, sem hann vísvitandi hefði lagt áherzlu á ]>að’ að liann
viðurkendi sjálfstæðiskröfu Islands1), og hafði það mikil áhrif, að
minsta kosti á almenning.
Mikla þýðingu í stjórnarskrárbaráttunni hafði rit þeirra Jóns Þor-
kelssonar þjóðskjalavarðar og prófessors Einars Arnórssonar, “Ríkis-
réttindi Islands,” þar sem safnað er á einn stað hinum víðtækustu
heimildum. Það kom út vorið 1908 og var lagt fyrir dansk-íslenzku
nefndina. Því miður kom það aðeins út á íslenzku og náði því mjög
takmarkaðri útbreiðslu í Danmörku og annarstaðar erlendis.
Kröfur Islands, áður en nefndin kom saman, voru birtar í “Þjóð-
ólfi.”2) Pað að blaðið, sem þá var málgagn hins hægfara stjórnmála-
flokks á Islandi, gjörði svo skýra grein fyrir óskum íslands og kröfum,
sýndi að hinir ýmsn flokkar meðal þjóðarinnar, frá þeim íhaldssömustu
til hinna róttækustu, voru sammála um kröfur Islands.
Blaðið liélt því fram, að undir þáverandi kringumstæðum, væri
aðeins minnihlutinn með skilnaði við' Danmörku, en jafnframt væri
það ví.st, að fullkominn skilnaður Islands við Danmörku væri æðsta
hugsjón allra lslendinga, er létu sér ant um framtíð' og liamingju lands-
ins, því fyr eða síðar myndi draga að því að Island yrði óliáð Danmörku
°g þyrfti engan spámann til að sjá það fyrir. Jafnframt var á það
bent, að nefndin liefði ekkert umboð frá meirihluta þjóðarinnar til að
kref jast fulls skilnaðar. Annað mál væri, ef þjóð'in léti í ljósi vilja sinn
með almennri atkvæðagreiðslu. Ef meirihlutinn væri með skilnaði,
myndu Danir þá ekki líta á það sem lögleg úrslit ? Ef hins vegar minni-
hlutinn væri með skilnaði, gæti þá ekki komið til mála að atkvæða-
g'reiðsla færi fram tíunda livert ár, svo þjóðin ekki glataði rétti sínum
1) Strax þegar konungur kom aftur til Reykjavíkur, hélt hann ríkisráí5sfund meS dönsku
ráðherrunum, sem með honum voru. Par hefir forsætisráðherra sennilega bent konungi á.
nð orð hans væru skoðuð sem stuðningur við íslendinga í sjálfstæðisbaráttu þeina. Kon-
ungur gaf nú dönskum blaðamanni áheyrn og við spurningu hans, hvort konungur hefði
viljað láta í ljósi prívat skoðun um afstöðu Danmerkur og íslands hvors gagnvart öðru.
er viki frá fyrri orðum hans, svaraði konungur, að hann hefði notað orðin “bæði ríkin"
alveg af hendingu. petta undirstrykaði hann sérstaklega með því að hann I nýrri ræðu
nefndi Danmörku og ísland “alt ríkið.” (Aeta Isl. Lundb. A. hluti, bls. 7). Á öðrum tímum
sýndi konungur við ýms tækifæri vinarþel sitt til íslands. Hvað hina áðurnefndu ræðu
snertir, er það sennilegt að konungur hafi í raun og veru meint það sem hann sagði. þö
hann, sem þingbundinn danskur konungur, seinna léti undan danska forsætisráðherranum
Ronungur hafði nefnilega sjálfur leyft að birt væri hraðrituð frásögn af ræðu hans, er var
gjört bæði á íslandi og í Danmörku.
2) Acta Isl. Lundb. hluti 2, bls. 86.