Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 30
12
Tímarit Þjóðræhnisfélags Islendinga
til Islands, vegna þess að þan nefna landið ekki beinlínis á nafn, álít eg'
ekki rétta.1) Aftur á móti gat Island, ef það hefði viljað, sett ný kon-
ungserfðalög.
Iiákon konungur dó 1319. Ríkiserfinginn er var dóttursonur hans:
Magnús — þriggja ára gamall, sonur Ingibjargar konungsdóttur og
hins sænska hertoga Eiríks var ómyndugur. Tólfmanna-ráð tók því við
stjórninni í Noregi. Það sendi bréf til íslands, þar sem það skoraði á
íslendinga að senda nefnd til NoregS’ sem skyldi sverja hinum nýja kon-
ungi hollustueiða. Slíkri eiðtöku hafnaði Island, en þó sendi Alþingi
nefnd með bréf til norska ríkisráðsins, þar sem það krafðist viÖurkenn-
ingar á ákvæðum Gamla Sáttmála og lýsti því yfir, að ísland væri laust
undan öllum skyldum sínum við konung, ef þau ákvæði yrðu ekki haldin.
Alþingi gaf Magnúsi ekki konungsnafn, heldur kallaði hann “Junker
Magnús” og krafðist þess að norska ríkisráðið bæri ábyrgð á því, að
kröfum þessum yrði fullnægt.2) Það sézt á þessu bréfi, hversu laust
sambandið milli íslands og' Noregs var.
Árið 1380 gekk ísland, ásamt Noregi, í samband við Danmörku, sem
með ýmsum breytingum hefir staðið síðan. Frá sjónarmiði þjóðrétt-
arins liefir það alla tíð verið persónusamband. Um eitt skeið var Sví-
])jóð líka í sambandi við hin norrænu ríkin.
Island tók ekki þátt í þeim ráðstöfunum sem leiddu til Kalmar-
sáttmálans, milli Danmerkur, Noregs og' Svíþjóðar. Þetta virðist mér
styrkja persónusambandskenninguna. Ilin þrjú ofannefndu ríki gengu
í ríkjasamband og Island sat hjá, og hlandaði sér ekki inn í mál hinna
skandinavisku ríkjanna. Það varð að liugsa um frelsi sitt og afstöðu
til konungsins — hins norska konungs.3)
Á dögum Kalmarsambandsins gengu norrænu ríkin, þar á meðal
Island, í þjóðréttarlegt samband sín á milli sem einskonar stjómar-
farsleg hagsmunaheild.4) Engir sáttmálar voru gjörðir sérstaklega fyrir
Island, og' þótt þeir tækju til Islands, var landið' heldur ekki nefnt í heiti
konungs. Þó var réttur íslands til að gjöra þjóðréttarlega samninga
1) Ríkisréttindi, bls. 189, aths. 4.
2) Norska rikisráííiS fðr meS vald hins ðmynduga konungs.
3) Eg er að þessu leyti á sama máli og Jón Sigurösson, Om Islands statsretlige Forhold,
Köbenhavn 1855 (eftirleiðis auðkent með “Sigurðsson”) “en það er þð, þegar betur er að-
gœtt, alveg í samræml við pðlitik íslendinga frá byrjun, sem sé þá, að gjöra ekki kröfu
til að blanda sér i pðlitíska samninga hinna skandinavisku rfkja, heldur eingöngu að
vernda frelsi sitt í eigin málum og afstöðu sína til konungs. Út frá þessu sjðparmiði er
það eðlilegt, að íslendingum stæði mjög á sama um konungserfðalög, einkum þau, sem
þeir höfðu ekki átt þátt í að samþykkja, þar sem þeir álitu, að hin frjálsa afstaða sín
gagnvart konungi og skilyrðin í sambandi við hyllinguna, sem þeir altaf gátu notað, gæfi
þeim meira öryggi en þátttaka í fundum, þar sem lang mest líkindi voru til að þeir yrðu
ofurliði bornir og yrðu þar af leiðandi óhjákvæmilega neyddir til að sætta sig við sam-
þyktir meirihlutans.”
4) L. M. B. Aubcrt, Norges folkeretlige Stilling, Kristiania 1897, bls. 5.