Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 104
86
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
eitthvaS bitið á þá út af því sem
Björn sagði. -Svo liöfðu þeir lieyrt
það að Árni sonur bans laigi veik-
ur beima, tekið veikina á lieim-
leiðinni úr Reykjavíkurtúrnum, en
kornist þó lieim, og' Blöndal læknir
sagt það vonda taugaveiki og óséð
bvaða enda það hefði. Þetta lagð'-
ist alt á séra Stefán í einu, svo all-
ir fundu sárt til með honum. Upp
úr þessum hljóðleika spyr Halldór
Teit hvort að flutningurinn af
Stafboltsskipinu s.em eftir sé í
Borgarnesi sé meiri en svo, að
hann komist ekki á sex manna
farið. Teitur segir að' það muni
ekki vera, fyrir utan borðviðinn,
og lionum liggi ekkert á, því bann
skemmist ekki þó bann liggi þar
um tíma. “Þá er mitt tillag,”
segir Halldór, “að við förum með
morgunflóðinu og' sækjum það.”
“Þá kem eg með ykkur,” segir
Teitur, og bætir því við að það
væri mjög vel gjört af honum fyrir
alla aðstandendur að þesisu slysi,
—og það varð rir að þeir fóru eftir
því. Líkin bin fundust eftir tvær
vikur, ráku þar upp skamt frá.
Minni Vestur-íslendinga, 1878
Fyrsta frumort samkomukvæði flutt i Nýja íslandi.
Eftir Jóhann Briem á Grund við íslendingafljót.
Til lannalandsins forna,
af fríðri Noregs grund,
fór ætt vor óðalborna
af íturhreinni lund;
því frelsi þjóð vor þráði,
en þoldi kúgun ei,
það fékst á frera láði,
þér fagra Garðars ey.
Svo ár og aldir liðu
og örlög gjörðust hörð;
vor allslags ókjör hiðu
á okkar fósturjörð.
Vér létum því frá landi,
að leita’ að frelsi’ á ný;
hinn forni frelsisandi
oss flutti nýtt land í.
Á ný, í nýju landi
vér numið höfum hygð,
ineð fósturbræðra bandi
vér bindumst aftur trygð.
Svo hver vér annars hefnum,
sé hallað rétt vorn á,
og heit vor öll vel efnum,
]>á eflist dáð oss hjá.
Vort móðurmálið kæra
oss minnistæðast sé,
lát börnin strax það læra
um leið og Á og Bé,
þá eftir okkar daga
hér íslenzk blómgast þjóð,
og íslenzk eflist saga,
og islenzk syngjast ljóð.
ó, feður fyrst og mæður,
á farsæld hyggið þið,
og systur svo og bræður
á sama stefnið mið;
lát dygðir allar dafna
og drýgið mentaseim,
og síðan gulli safna
hér sjálf, í Vesturheim.
Svo áfram þjóð vor unga,
með anda og handa styrk,
svo hugur, hjarta og tunga
og höndin mikilvirlc
oss auðlegð alla færi
á ókominni tíð,
er sjót bezt svali’ og næri
og sefi tímans stríð.
Á þessu vestur vengi,
það vitni letra safn:
vor minning lifi lengi
sem Leifs hins hepna nafn.
Vort ættland ei oss gleymist,
á okkar nýju grund,
og alt gott íslenzkt geymist
að aldurs hinstu stund.