Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 127
Þórður
109
ert varð þó úr því “taki”, því lík-
lega hefir manni þessum ekki þótt
Þórður árennilegur. Hallfríður
g'leymdi ekld Þórði og sagði frá
seinna, að bréfi hans hefði hún
svarað tárfellandi.
Margt stuðlaði til að lialda
nafni Þórðar uppi í bygðinni, þó
eig'i fréttist til hans og' engir vissu
hvert á land hann væri kominn.
Bjarni var, þegar frá leið, símas-
andi um það, að einveran væri að
g'era sig vitlausan — og Þórður
allur á hrott. Hallfríður liugsaði
líka oft til Þórðar hæði á undan og
eftir g'iftingu sinni. Afrit hafði
hún tekið af hréfi hans er liún svar-
aði fyrir Bjarna, er hún geymdi
vandlega. Bygðarkonur komust á
snoðir um það, gerðu sér far um að
fá að heyra bréfið, og sumum
þeirra hepnaðist það. Það marg-
umrædda bréf var eigi langt og
hljóðaði á þessa leið:
“Elsku mamma mín — Eg get
loksins sent þér þessar línur með
veiðimanni á förum til manna-
byg'ða. Hripa þær í flýti og' vona
að þær hitti þig heilbrigða og
hressa. Af líðan minni hefi eg
ekki annað en hið bezta að segja,
bér norður í eyðiskógum. Við
stundum dýraveiðar af kappi og’
lcggjum bogana á löngu svæði, svo
eigi komumst við æfinlega til húsa
að kvöldi og eigum þá náttstaði hér
°g' þar í skóg'inum. Yeiðislarkið á
vel við mig og' er eg orðinn stál-
hraustur eins og íslenzkur sjómað-
ur.
Skotinn og eg skemtum liver öðr-
um eftir föngum — eg er óðum að
kenna honum íslenzku, 'en liann
aiér fáein orð í skozku! Þú manst
hvað hann varð hvumsa, þegar eg
var að troða íslenzkum bókum í
ferðapoka minn. Bækur eru eigi
við lians hæfi í ferðalögum. Við
fórum fyrst til L . . . . og þar lét
hann mig kaupa snjóskó og annað
dót. llla gazt mér að snjóskónum
og heldur hefði eg kosið íslenzk
skíði. Yið fói'um fótgangandi yfir
hóla og hæðir. Eg var snjóskóm
óvanur, þó eg væri að reyna að pot-
ast áfram á þeim eftir mætti. En
alt af var Skotinn, fimtugur karl-
inn, á undan mér. Eg hamaðist
unz eg' var orðinn löðrandi sveitt-
ur. Þegar tók að halla degi kóln-
aði mér og fann eg þá að föt mín
voru tekin að frjósa. Um daginn
fórurn við langar leiðir um eyði-
svæði er var bert og skóglaust,
en um kvöldið vorum við komnir
inn í stórskóginn aftur. Þar létum
við staðar numið og áðum. Við
kveiktum stórt bál undir trjánum,
átum steykt svínsflesk og drukk-
um te. Eg vafði að mér ábreið-
unni, sem þú gafst mér, elsku
mamma, og reyndi að sofna, en
kuldinn og þyturinn í trjánum
héldu fyrir mér vöku, og' altaf var
liugurinn hjá þér.
Félagi minn er velmegandi bóndi
engu síður en ágætur veiðimaður.
Eggjar hann mig' til að koma með
sér til bygðar hans, sem er óra-
langt héðan. Eg vil síður fara í þá
fjarlægð frá þér og Islendiiigum.
Eigi óttast eg það, að eg glati ís-
lenzkunni, því við liana ætla eg að
lianga á meðan eg tóri. Eg' læt þig
vita livað eg geri, góða mamma,
og' skrifa þér aftur undir eins og'
eg get komið til þín bréfi. — þinn
elskandi sonur, Þórður. ”
Vinkonur Hallfríðar lofuðu upp
á æru og trú að segja engum frá