Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 89
Á fornum
leit út um gluggann — yfir f jörð-
inn. Augun staÖnæmdust við
Langafjall.----Oft hafði honum
fundist það vera fangelsisveggur
—steytt hnefann framan í það, og
óskað hann sæi það ekki framar.
Já, hér hafði hann sagt við sjálfan
sig, að liann vildi að hann hefði
aldrei Línu aug-um litið.
Fátæk voru þau alla tíð. En síð-
asta vetur hans á Stafnfirði, tók
þó í hnúkana. Idann liafði keypt
lilut í bát — báturinn ekki fiskað,
°g' ábyrgðarmennirnir tekið hann
upp í skuldina. Það var því nær
enga vinnu að fá um veturinn.
Hvað hann mundi vel eftir því, að
Lína var alt af að bæta og gjöra
við föt, hvenær sem hún settist
niður.—’Dagtreyjan hennar skræp-
ótt af bótum.
Hann var ekki á því hreina með,
hvort hann hefði dreymt þá um
veturinn — máske dagdraumur —
að kona kom til hans og sagði:
Eyrst þú kant ekki að meta gjaf-
ir mínar, skal eg taka þær aftur.
Hú skalt verða frí og frjáls, og
fara hvert á land sem þú vilt.”
Um nóttina eftir að Hermann
HtH dó, lágu þau þegjandi hvort
við annars hlið. Lína hélt víst
hann svæfi, og lét því eftir sér að
gráta. Hann fyltist meðaumkvun-
ar kendri ástúð, og’ tók aftur allar
°sldr um frelsi. Einskonar sein-
sumars blíða lagði sig yfir liug
hans næstu vikurnar. Lína var
honum kærari þá, en hún hafði ver-
10 um langa hríð.
, Hljótt sótti þó í sama horfið með
utþrána. Ekki leið á löngu þar til
iann hafði sannfært sig' um, að
drengirnir hefðu verið akkerin,
Sem héldu honum inni á höfn. Nú
stöðvum
talaði hann hiklaust um að fara
suður í atvinnuleit; lag't til með
hægð, að Lína færi lieim um tíma
—faðir hennar bjó á kirkju-hjá-
leigu inni í firðinum—. Hann
mundi bráðlega geta sent eftir
henni. Það voru svo miklu fleiri
tækifæri með atvinnu í Reykjavík.
Hér var alt í kalda koli.-----Og'
fleira af því tæi.
Enginn hægðarleikur var það þó,
að fá Línu til að samþykkja þessa
ráÖagerð. Það var einhver uggur
í henni — hún, sem annars var svo
eftirgefanleg — ekki laust við hún
efaði það, að liann gæti sent eftir
henni innan tveggja mánaða.
Dagurinn, sem hann yfirgaf
Stafnfjörð stóð ljóslifandi fyrir
hug'skots-augum lians. Lína var
angurvær, og eitthvað svo fjarska
niðurdregin. Hafði hún kannske
óljóst liugboð um að þau væru að
skilja, að fullu og ölluf Blíð var
hún þó, eins og ætíð. “Þú sendir
mér fargjald eins fljótt og þú get-
ur,” og brosti gegnum tárin.
Hann lofaði því hátíðlega. En
tveim mánuðum síðar, var liann
orðinn liáseti á togara frá Hull.
Ekki svo að skilja, að hann hefði
ekki stundum sagt við sjálfan sig,
að það eina rétta og drengilega
væri aS fara til Stafnfjarðar, eða
að minsta kosti senda eftir Línu.
En jafnan var liægt að finna gilda
ástæðu til að draga það: Fyrst
þurfti liann að borga skuldirnar á
Stafnfirði, svo að ná stýrimanns-
prófi, og' svo kom Ameríku-för
hans. Hann hafði lengi vel haft
góða afsökun.
Bréf hennar fylg'du honum stað
úr stað. Ástúðleg, en undur barna-
leg bréf. Það síðasta kom rétt