Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 53
Fáorð minning Sigurðar Jóhannssonar
35
í kvæðinu “Við andlátsfregn
frændkonu minnar Margrétar Ól-
afsdóttur” eru þessar línur:
“Og glaöur skal eg ganga spor,
Og geyma von um eilíft vor;
Þaö eitt mér veitir þrek og þor,
Þó þessi fækki spor.’’
Og í kvæðinu “Bæn” eru þessar
hendingar:
“Gef þú mér, Drottinn, hreint og glaövært
hjarta,
Hreinsaöu burtu efans myrkriö svarta.
Gef þú mér kærleik til að elska alla.
Almættis kraftur, reistu þá, sem falla.”
í bréfi, sem Sigurður skrifaði
vini sínum og frænda, Ólafi Odds-
syni Magnússon í Wynyard, Sask.,
þann 23. ágúst 1930, segir hann
meðal annars: “Eg játa, að eg
verð að komast á aðra sjónarbæð,
til þess að skilja tilgang þessara
80 ára, sem eg er búinn að lifa. Þó
skal það játað, að eftir þeiin skiln-
ingi, sem eg liefi á lífinu, eigi eg'
eftir að ná þeirri sjónarhæð. Eg
nefnilega finn svo skýrt, að eg veit
ekki, hvað fyrir framan er, og hefi
aldrei vitað. ’ ’ Þetta framan skráða
(í bréfinu) “er slæðingur af
reynslu minni, með viðurkenningu
fyrir ótal sólskins-blettum, og sum-
um svo heitum, að þeir hafa valdið
hrolli, þegar ský fyrir sólu dró.
Annars skoða eg lífsbraut mína
lagða af því afli, er mér er yfir-
sterkara og eg þar af leiðandi verð
að hlýða. ” 1 þessu bréfi er kvæð-
ið “Heimspeki ájttræðs manns,”
og- er það á þessa leið:
“Eg á ryögaöan streng, þá til grafar eg
geng,
Þar sem grátekkans blunda min Ijóð,
Því í sársaukans þröng verður leiöin svo
löng
Viö aö laga sinn saknaöar-óö.
Svo er beðið um brag,
Meö hiö ljúfasta lag,
Við hiö lágfleyga kvöldsólar-skin;
En viö társtrauma flóð
Verður harpan mín hljóö,
Því í huga eg þrái minn vin.
“Þegar landið mitt sökk, urðu ljóðin mín
klökk,
Og þau leyndust í sorgfullum barm;
Þar sem þjóðernið hvarf—leita lengur ei
þarf^-
Þá varð lífið að botnlausum harm.
Þegar vegleysu-fjöll
Verður lífsleiðin öll,
Það er lífsþreyta kappsfullri sál.
Þessum sigri að ná—
Ungdóms eldheitri þrá—
Sem á endanum reynst hefir tál.
“Þegar iögjöldin smá komu auðvaldi frá,
'Þá var uppreisn í huga mér fest;
Því við fáætkt eg bjó, átti alls ekki nóg,
Þótt eg atvinnu stundaði bezt,
Því að dygðir við starf
Tók eg óskift í arf;
Þaö var einkunn, sem týnast hér hlaut,
Þar sem þjóðernis-bland
Verður vonunum strand
Út um vel rudda fjárglæfra braut.
“Þessi mentun er ryng — um það sérstakt
eg syng—
Sem að sóar burt arfinum þeim,
Sem að einkendi þjóö, sem að lagaði ljóð,
Þar sem ljósleysi mest var í heim.
Þessi öreigans Ijóð
Lýstu ljóðelskri þjóð
Gegnum langdræga skammdegis nótt;
Þar til dagurinn rann
Ljósið líf þarna fann,
Þetta líf, sem að safnaði þrótt.
“Heim að brimgirtri strönd sveimar ennþá
mín önd;
Það er eitthvað, sem hulið er sjón,
Sem að dregur mig heim, heim að hættun-
um þeim,
Þar sem holskeflan veitt hefir tjón.
Við þann seiðandi kraft
Losnar heimskunnar haft
Við þá hættu, sem styrkinn mér gaf;
Því um æfinnar skeið
Var mín ljúfasta leið
Þetta lundkvika blikandi haf.