Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 111
Aldarfjórðungsafmœli Háskóla Islands
93
er ekki vel farin, sem á lélega em-
bættisstétt.
Aðsóknin að háskólanum hefir
farið hraðvaxandi fram á síðari
ár. Fyrsta skólaárið, 1911-1912,
var tala stúdenta. 45, en árið, sem
leið, 1935-1936, var liún 175. Alls
hafa 752 stúdentar innritast á liðn-
um aldarfjórðungi, en 396 lokið
námi: — 104 guðfræðingar, 124
lögfræðingar, 151 læknar, og 17
norrænufræðingar.
Hin aukna aðsókn að háskólan-
um hefir þó eigi verið ómengað
fagnaðarefni iiugsandi mönnum.
Þe gar fyrir nærri tíu árum síðan
var aðstrevmið orðið svo mikið, að
sumum deildum, einkum laga- og
læknadeild, að fyrirsjáanlegt var,
nð nemendur þeirra gátu eigi feng-
ið embætti eða önnur störf við sit-t
bæfi að loknu námi. Ýmsra ráða
var þá leitað til þess, að reisa
skorður við offjölgun nemenda í
nefndum námsgreinum, og komst
báskólanefndin, sem um það mál
fjallaði að' þeirri niðurstöðu, að sú
ieiðin myndi vænlegust út úr þeim
vandkvæðum, “að stofna til nýrra,
hagnýtra kenslugreina við liáskól-
ann og stuttra námsskeiða, er
tækju svo sem eitt ár, t. d. verzlun-
arnámsskeiðs, kennaranámsskeiðs
°- fl. Mundi þetta. einna helzt
draga úr aðsókninni að embættis-
deildunum, en veita straumi
mentamanna inn í aðrar stéttir, er
barfnast þess á margan hátt, að
völ sé vel mentaðra manna.” (Ar-
bók Háskóla Islands, 1928-1929,
bls. 13-14).
Með þet-ta fyrir augum er nú
unnið að stofnun nýrra deilda, er
vikki starfssvið háskólans og opni
stúdentum nýjar námsbrautir.
Atvinnudeildin (Eannsóknarstofn-
un í þarfir atvinnuveganna) ný-
stofnuð, sem nú er verið að byggja
yfir, stefnir að þessu tvöfalda
marki. Henni er fyrst og fremst
ætlað, að verða rannsóknarstofnun
í þágu atvinnuveganna, fiskiveiða
og landbúnaðar, ” miðstöð fyrir
hagnýta þekking, sem atvinnurek-
endur í landinu geti leitað til og
hafi aðstöðu til að geta leyst úr
ýmsum vandamálum þjóðarinnar. ’ ’
En jafnframt er gjört ráð fyrir því
að hún verði með tímanum kenslu-
deild í þeim fræðigreinum, sem hún
fjallar um, og skal þar lögð “sér-
stök áherzla á fyrrihlutanáms-
greinar tekniskra fræða og nátt-
úruvísinda, með hlið'sjón af, að síð-
ari hluti námsins geti farið fram
erlendis.” Einnig hefir komið til
orða, að stofna við háskólann kenn-
aradeild og verzlunardeild, og
verður þess vonandi ekki langt að
bíða, því að hvorutveggju eru hin-
ar þörfustu og myndu draga úr að-
streyminu að embættadeildunum.
En það eru fleiri örðugleikar
heldur en óvissan að loknu námi,
sem íslenzkir háskólastúdentar
liafa orðið að liorfast í augu við.
Fram á síðustu ár liafa aðstæður
þeirra að öðru leyti verið æði bág-
bornar. Þeir hafa orðið, að notast
við forstofu Alþingishússins sem
samkomustað, þar sem um engan
sameiginlegan stúdentabústað var
að ræða, og var ekki hægt, að bú-
ast við blómlegu félagslífi þeirra á
meðal undir þeim kringumstæðum.
Hin brýna þörf á stúdentaheimili
varð einnig' snemma augljós. Ár-
ið 1917 bar Ágúst H. Bjamason
prófessor fram tillögu um, að
reisa stúdentabústað, en ekkert