Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 105
Aldarfjórðungsafmœli Háskóla íslands
Eftir prófessor Ricliard Beck
Háskóli islands var stofnaður á
aldarafmæli Jóns Sigurðssonar,
17. júní, 1911. Þessi höfuðmenta-
stofnun ættlands vors átti því ald-
arf j órÖungsafmæli á liðnu' sumri,
og' var þeirra tímamóta minst með
viðeigandi minningarathöfn. Við
það tækifæri kom það í ljós, eins og
lyr, að háskólinn á drjúg ítök í
liugum þjóðrækinna manna vestur
hér, því að Ásgeir Ásg’eirsson
fræðslumálastjóri afhenti honum á
afmælishátíðinni rausnarlega gjöf,
að upphæð 5,000 krónur, frá Magn-
ási Hinrikssyni í Ohurchbridge,
Saskatchewan. Er eg þess því full-
viss, að margir Islendingar í landi
iiér vilja gjarnan fræðast nokkru
8'jör um liag'i háskólans, enda er
það hin ágætasta þjóðrækni, að
hlynna að honum. Verður saga
áans þessvegna rakin hér í aðal-
dráttum og- lýst í stuttu máli 25
ára starfi hans og’ framtíðarhorf-
um.
I.
, Hugmyndin um stofnun háskóla
a Islandi, í einhverri mynd, er meir
eu aldargömul, og kemur, að því er
^þér er kunnugt, fyrst- fram lijá
unum langsýnu viðreisnarmönn-
Um Islendinga á fyrri hluta 19. ald-
ar- Baldvin Einarsson samdi
uierkilega ritgjörð um íslenzk
Síólamál (“Tanker om det lærde
bkolevæsen i Island,” 1828) og
8]örir þar tillögu um stofnun æðri
Sfóla, auk latínuskóla, er liann
aidi eigi næg-ja mentaþörf lands-
ins. “Ilann lagði því til, að stofn-
aður væri skóli í samhandi við iat-
ínuskólann, svo að þeir, sem eigi
færu utan til háskóians, og' yrðu
prestar eða eitthvað annað, gætu
haldið áfram námi og fengið
nokkra þekkingu í verklegum vís-
indagreinum og æðri þekkingu.
Hann vildi, að kent væri í skóla
þessum, hvernig fara æt-ti að, þá er
ákafir sjúkdómar kæmu fyrir og
eigi væri hægt að ná í lækni, ]>ví
að bráða hjálp yrði að veita. Einn-
ig -skyldi kenna guðfræði, heim-
speki og náttúrufræði í skóla þess-
um.”*)
í svipuðum anda ritar séra
Tómas Sæmundsson um þörf æðri
skóla á íslandi í riti sínu um and-
legt líf í landi þar (Island fra den
inteUectuelle side betragtet, Kjöb-
enhavn, 1832).
Jón Sigurðsson forseti er þó sá
maðurinn, sem átti í reyndinni
frumkvæðið að stofnun íslenzks
háskóla. Á hinu fyrsta endurreista
Álþingi, árið 1845, bar hann fram
uppástungu um stofnun “þjóð-
skóla” á Islandi, “er veitti svo
mikla mentun sérhverri stétt, sem
nægir Iþörfum þjóðarinnar.” Var
þar um að ræða mjög margþætta
og víðtæka mentastofnun, og er
þeirri skólahugsjón Jóns forseta
vel lýst í þessum orðum dr. Á. H.
Bjarnasonar prófessors: “Vildi
hann láta sameina þar gagnfræða-
*)“Um Baldvin Einarsson” eftir Boga Th.
Melsteð, Tímarit liins íslenzka Bókmenta-
jélags. XXV, 1904. bls. 150-151.