Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 178
36
Tímarit ÞjóðrœJcnisfélags íslendinga
Afangastaðir allra skemtiferða
Saskatchewan fylki er, f sannleika sagt, áfangastaífur allra
skemtiferða; það er land glaðra, sólríkra sumardaga, svalandi,
svæfandi og værðar njótandi nátta,. Fagrir skógar, fullir veiði-
dýra, veita ferðamanninum hina mætustu skemtun; töfrandi
vötn full af fiski vekja upp minningar um “gamla sundpollinn”;
sandfjörur, þar sem ferðamaðurinn hvílir sig og kastar þreyt-
unni; fjöidi áningarstaða, er alla bjóða velkomna.
• Leikvöllur Vesturlandsins
Enginn annar staður í álfunni veitir fjölbreyttari skemtanir eða
hressingu en Saskatchewan. Hvar sem farið er, innan þessa
víðáttumikla leikvallar eru tækifærin allsstaðar, og við allra
hæfi, jafnvel hinna vandlátustu, til að þreyta sund, róður,
stangarveiði, skytturóður, flug, golf, tennis eða hverja aðra
leik-íþrótt sem vera skal. Saskatchewan er í öllum skilningi
“leikvöllur Vesturlandsins.”
• Odýr hvíldar og skemtitími
Smakkið á þessum ódýru skemtunum yfir sumarfríið, með fjöl-
skyldu yðar, ferðist í yðar eigin bíl til hinna vfðáttumiklu leik-
valla í Saskatchewan. Ásetjið yður að heimsækja einn eða
fleiri hinna vinsælu skemtistaða við Watrous, Kenosee, Cypress
Hills, Qu-Appelle Lakes. Duck Mountain, Greenwater Lake,
Good Spirit Lake eða þjóðgarðinn við Prince Albert. pað er
sama hvenær eða hvernig sem þér komið til Saskatchewan, þá
eigið þér vfsa vinsemd og gestrisni sem minnir á hin fornu
frumbýlings ár og eldri tíma í Vesturlandinu. Notið frístundir
yðar þetta ár svo, að þér iðrist þeirra ekki . . . og gleymið
þeim ekki.
Eftir uppdráttum, bœklingum o. fl. ieitiö til
Bureau of Publications
Legfislative Bldgs. Regina Saskatchewan