Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 154
136
Tímarit Þjóðrœlcnisfélags Islendinga,
fyrir stofnun deilda þar sem leyft er að
starf í þjóöræknislega átt megi fara fram
á ensku.
Á þjóöræknisþingi
í Winnipeg 25. febr. 1936,
Richard Beck Guöbjörg Sigurdson
Rögnv. Pétursson.
Dr. Rögnv. Pétursson lagöi til og Dr.
Richard Beck studdi, aö álitiö sé tekiö
liö fyrir liö. Samþykt.
B. E. Johnson lagöi til og Fred Swanson
studdi, aö fyrsti liöur sé viötekinn eins og
lesinn. Samþykt.
B. E. Johnson lagöi til og Elín Hall
studdi, aö annar liður sé viðtekinn eins og
lesinn. Samþykt.
Dr. Rögnv. Pétursson lagöi til og Dr.
Richard Beck studdi, aö þriöji liður sé
viðtekinn. Samþykt.
B. E. Johnson lagöi til og Mrs. M. Byron
studdi, aö álitiö sé viðtekið í heild. Sam-
þykt.
Voru eigi fleiri nefndarálit tilbúin og
farið að líða að kvöldi, var því tillaga
gjörð af Mrs. I. Goodmanson studd af Mrs.
M. Byron, aö fundi sé frestað til kl. 9.30
að morgni. Samþykt.
Um kvöldiö fór fram hið árlega íslend-
ingamót deildarinnar “Frón.” Skemtiskrá
var þessi:
1. Ávarp forseta — Soffonias Thorkelson
2. O Canada — Allir
3. Piano spil — Ragnar H. Ragnar
4. Kvæði — Lúðvík Kristjánsson
5. Einsöngur — Pétur Magnús
6. Fiðluspil — Pálmi Pálmason
7. Ræöa — Séra Jakob Jónsson
Veitingar og dans til kl. 2.
Heiðurgestur deildarinnar þetta kvöld
var próf. Watson Kirkconnell. Var hann
kyntur áheyrendum af Dr. Sig. Júl. Jó-
hannessyni. Flutti prófesorinn þá stutta
en áhrifamikla ræðu um Islendinga og
hvatti þá til að halda við sínu máli og
þjóðareinkennum. Var samkoma þessi vel
sótt og skemtu allir sér vel.
Fundur var settur að nýju kl. 10 að
morgni. Var síðasta fundargjörð lesin og
samþykt samkvæmt tillögu frá Á. P. Jó-
hannsson og A. J. Skagfeld.
Kaup á skemtiffarffi.
Að Þjóðræknisfélagi íslendinga sé faliö
á hendur og uppálagt að kaupa og starf-
rækja nægilega stóran skógarlund á ár-
bakka áfast við Winnipegborg, sem not-
hæfur yröi til íslendingadags hátíðahalds
og ýmissa annara þjóðlegra samfunda.
Gunnl. Jóhannsson.
Var tillaga þessi lögð fram af þingmála-
nefnd og tekin til umræöu. Var tillögu-
maöur á þingi og talaði fyrir málinu.
A. J. Skagfeld lagði til og Guömann
Levy studdi, að 5 manna nefnd sé sett í
málið. Samþykt. Setti forseti í nefndina:
Fred. Swanson, Mrs. I. Goodmanson, Th.
iS. Thorsteinsson, S. W. Melsted og A. J.
Skagfeld.
Álit samvinnumálanefndar:
Nefndin, er skipuð var á þingi í gær til
að íhuga þetta mál, leyfir sér að leggja
fyrir þingið eftirfylgjandi tillögur:
1. Þingið felur stjórnarnefndinni að
taka þetta mál til sérstakrar íhugunar og
meðferöar á komandi ári, og leggja alt
kapp á að greitt verði fyrir því aö komist
geti á gagnkvæm viðskifti milli Islands og
Ameríku á komandi árum. Félagsstjórnin
leiti sér allra upplýsinga um þetta efni og
sé við því búin að veita réttum hlutaðeig-
endum alla þá aðstoö og leiðbeiningu, er
henni er unt að láta í té.
2. Þingið lýsir því yfir, að Þjóðrækn-
isfélagið telur þaö eitthvert helzta mark-
miö sitt, að vinna að því, að sem vinsam-
legust og varanlegust samvinna og við-
kynning geti tekist og haldist milli íslenzku
þjóðarinnar og íslendinga hér í álfu, og
sem spor til framkvæmda í þá átt bendir á:
heimsóknir á víxl, víðsýnna og góðviljaðra
gesta; nána samvinnu og mannaskifti úr
flokki fræðimanna og presta; háskólanem-
endur hér í álfu er leggja rækt við íslenzka
tungu og bókmentir hagnýti sér þau
hlunnindi, sem nú standa til boða við há-
skóla íslands, til fullnaðarnáms í þeitn
fraáðum; reglubundin skifti rita og bóka.
Soffanias Thorkelsson Á. P. Jóhannsson
Rögnv. Pétursson. .
Dr. Richard Beck lagði til og Mrs. M.
Byron studdi, að nefndarálitið sé viðtekið
eins og lesið. Samþykt.
Álit fjármálanefndar:
Ályktanir viðvíkjandi 2. og 5. tillögu
fræðslumálanefndarinnar: