Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 58
40
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
þjóðarinnar er undir því komin,
hvort henni tekst að velja og liafna
af hugsun og skynsamlegu mati,
eða hún fer að eins og karlinn, að
hremma flotið í skyndingu, þó að
miklu dýrari djásn bíði hennar við
uppkomu sólar.
Kvöld eitt snemma í október
í liaust opnaði eg sem allra
snöggvast fyrir útvarpsstöðinni í
Salt Lake City (Utah). Það fyrsta,
sem eg heyri, er nafn Islands.
Stöðin var að útvarpa svonefndu
“March of Time, ” heimsfréttum,
sem ekki eru sagðar með venjuleg-
um hætti, heldur leiknar. í þetta
skifti var verið að leika annað-
hvort Alþingi Islendinga eða bæj-
arstjórnarfund í Reykjavík, eg
vissi ekki hvort var. Til umræðu
var beiðni Pan-American Airways
um leyfi til að setja flugstöð á ís-
landi. Þá stóð upp á fundinum
einn roskinn og ráðinn búhöldur og
kvað sig knúðan til að benda á þá
iiættu, sem stafaði af örum sam-
göng-um við útlönd. “Við verð-
um,” sagði hann, “að hafa nýtízku
hótel, jazz, cocktails o. s. frv. til
að þóknast aðkomumönnunum, og
ekkert af ]>essu kærum við okkur
um.” Préttamaður útvarpsins
bætti því við, að þessum fréttaleik
loknum, að íslendingar væru mikil
menningarþjóð; þeir væru allir
læsir og stæðu í fremstu röð nú-
tímaþjóða. Eg gat ekki annað en
brosað með sjálfum mér, því að eg
vissi, að bæði nýtízku hótel, jazz
og cocktails er komið til íslands á
undan Pan-American Airways.
Um hótelið er ekki nema alt gott
að segja í sjálfu sér; það er fuli
nauðsyn á boðlegum gististað fyr-
ir ferðamenn. Útlent jazz er á hinn
bóginn ekkert merkilegra en ís-
lenzkar klámvísur. Munurinn er
aðeins sá, að annað er flutt í tón-
um, ef tóna skyldi kalla, en liitt í
orðum. Aðflutt áfengi er auðvit-
að hvorki verra né betra en ís-
lenzkt heimabrugg. Að hvoru-
tveggja er skömm og svívirðing.
En hvað sem þessu líður, liafði
fréttamaðurinn rétt fyrir sér í því,
að einmitt núna stendur íslenzka
þjóð'in á krossgötum, þar sem liún
verður að ákveða, hve mikið af
gjöfum útlendrar menningar liún á
að þiggja, og hverju að' liafna.
Það er engin tilviljun, að svo er,
og ástæðurnar eru ekki aðeins sam-
göngurnar við útlönd, heldur jafn-
vel fyrst og fremst þœr breytingar,
sem hafa orðið innanlands í sam-
bandi við atvinnuvegi og atvinnu-
hætti. Þessar breytingar eiga upp-
haflega rót sína að rekja til þess,
að ný tæki, ný veiðarfæri og verk-
færi komu í stað hins eldra. Breyt-
ingin varð sneggri og fljótvirkari
við sjóinn, og fólkið flyktist þang-
að svo að segja eins ört og það
sækir til námubæja í öðrum lönd-
um, enda trúðu menn fljótt á sjó-
inn sem óþrjótandi gullnámu. Af
þessu leiddi myndun nýrra þorpa
og sjávarplássa. Þar sem um
aldamót var ekkert annað en tvö
eð'a þrjú grasbýli, eru nú all-stór
þorp eða jafnvel bæir með 800—
1000 íbúum. Bg ætla ekki að ræða
um það hér, hvort alt þetta fólk
hafi í raun og veru hlotið það, sem
það sóttist eftir. Mönnum mun
sennilega ekki koma saman nm
það. En hitt mun enginn bera
brigður á, að fólksflutningarnir
hljóta að hafa í för með sér stór-
kostlegar breytingar á menningu