Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 141
Seytjánda ársþing Þjóðræknisfélagsins
123
Séra Jakob Jónsson skrifaöi í blööin hér,
um bréfaviöskifti á milli ungmenna, austan
hafs og vestan. Veit eg ekki um hver
árangur kann aö hafa orðið af því.
TímritiS
kemur út í ár eins og aö undanförnu.
Stefna ritsins og fyrirkomulag hið sarna
og ritstjórinn sá sami, Dr. Rögnvaldur
Pétursson.
Baldursbrá.
Þ aö blað hefir komið út á þessu ári eins
og í fyrra, með þeirri breytingu þó, að
blaðið kemur nú út alt árið sem að sjálf-
sögðu eykur á vinsældir þess. Sömu menn-
irnir og í fyrra annast um blaðið. Rit-
stjórinn er Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, en
ráðsmaður Bergthor E. Johnson. Eiga
þeir báðir þakkir skilið fyrir hið mikla og
óeigingjarna verk, sem þeir hafa unnið í
þarfir þess málefnis.
Samsœti og samkomur.
Þrjú samsæti hafa verið haldin á árinu,
sem þjóðræknisnefndin hefir staðið fyrir.
'Það fyrsta var til heiðurs skáldinu Krist-
jáni Níels Júlíus, “K.N.” í sambandi við
75 ára aldursafmæli hans; annað i sam-
bandi við komu Ásgeirs Ásgeirssonar
fræðslumálastjóra Islands og fyrverandi
íorsætisráðherra, er hér var á ferð í fyrir-
lestrarerindum, og hið þriðja til að kveðja
þau hjónin Dr. Ófeig Ófeigsson og frú
hans er þau fluttu alfarin í burt frá Win-
nipeg. Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags-
ms gekst líka fyrir einni almennri íslenzkri
samkomu hér i Winnipeg síðastliðið haust
út af hundrað ára afmæli íslenzka skáld-
jöfursins Matthíasar Jochumssonar; var
samkoma sú hin myndarlegasta og upp-
byggilegasta i alla staði. Samkoman var
haldin í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar í
Winnipeg, sem söfnuðurinn lánaði endur-
gjaldslaust. Samkoman var afar fjöl-
nienn; enginn aðgangseyrir seldur. Eg vil
1 nafni þjóðræknisfélagsins þakka öllum,
sem að því studdu að gjöra þá minningar-
athöfn eins hátíðlega og ánægjulega eins
og raun varð á.
DauSsföll.
Dauðsföll á árinu innan félagsins eru,
a8 því er eg bezt veit, Theódór Jóhannes-
son, Glenboro; Sveinbjörn Hjaltalín, Win-
nipeg; séra Jóhann P. Sólmundsson, Gimli,
Wilhelm H. Paulson, Leslie, Sask.; Ragn-
beiður J. Davíðsson, Glenboro; Johannes
Jóhannsson, Piney; Guðbjörg Goodman,
Glenboro; Snæbjörn S. Grímsson, Mil-
ton; Stefán Baldvinsson, Winnipeg;
Jón Sigurðsson, Víðir, Man.; Árni Ólafs-
son, Brown; ísfold Ólafsson, Brown;
Kristín Benson, Selkirk; Guðmundur
Guðmundsson, Selkirk; Gróa Martin, Sel-
kirk; Tryggvi Ólafsson, Glenboro; Sveinn
Sigurðsson, Winnipeg; Jón Ásgrímur
Reykdal, Dafoe, Sask.; Thorst. Thorsteins-
son, Bowsman River, Man.; Jón Magnús-
son, Duxby, Minn.
Með þakklæti minnumst vér þessara
félagsbræðra og systra og vottum aðstand-
endum þeirra hluttekningu vora og sarnúð.
Háttvirta þing, eg læt hér staðar numið
og fel yður vanda og velferðarmál vor til
viturlegra athugana og úrræða.
Dr. Rögnvaldur Pétursson gjörði tillögu
studda af Dr. Richard Beck, að forseta sé
þakkað fyrir skýrslu sína. Bar ritari upp
tillöguna og var hún samþykt með því að
fólk reis úr sætum.
Var þá tekið til þingstarfa og lá fyrst
fyrir að kjósa kjörbréfanefnd.
Richard Beck lagði til og B. E. studdi,
að forseti skipi þriggja manna kjörbréfa-
nefnd. Samþykt. Forseti skipaði í nefnd-
ina: Dr. Richard Beck, Thorstein S. Thor-
steinsson og Mrs. I. Goodman.
Dagskrárnefnd: Dr. Rögnv. Pétursson
lagði til og Dr. Richard Beck studdi, að
forseti skipi þrjá menn í þessa nefnd.
Samþykt. I nefndina skipaði forseti Dr.
Rögnv. Pétursson, Ásmund P. Jóhannsson
og Jón Janusson.
Skýrslur embœttismanna.
Las ritari þá skýrslu sína, er hér fylgir:
Herra forseti og háttvirtu þingmenn:—
Það er ekki mikið fyrir skrifara að
skýra frá þegar forseti er búinn að gefa
sitt yfirlit yfir starf nefndarinnar á árinu,
og verður það ekki nema að fylla í eyðurn-
ar það sem eg hefi að segja.
Á árinu hafa 14 nefndarfundir verið
haldnir. í Jóns Bjarnasonar skóla hafa
verið 13 fundir og einn að heimili ritara.
Þar sem tveir nefndarmenn eru utanbæjar,