Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 75
Frá Guðmundi Friðjónssyni og sögum hans
57
1 heimahögunum deilir hann á
lausamenn og’ letingja, sem þiggja
af sveit, ekki síður en afturhalds-
búrann, sem stendur eins og
Þrándur í Götu gegn öllum umhót-
um bæði á heimilinu og í sveitar-
félaginu. “Þáttur af Þorbrandi á
Höfða og Hreiðari í Vilpu”
190113) mun vera eina sagan, þar
sem slíkur búri er settur upp til
samanburðar við ungan atorku-
mann, er fylgir sínum tíma. Þá er
Gruðmundur ájmítugsaldri. Síðan
verða lionum gömlu mennirnir tíð-
teknari til fyrirmyndar, en þeir
yngri til athláturs og viðvörunar.
Sér hér, að um þrítugt hefir hugs-
unarháttur bóndans á Sandi verið
mótaður mikið til, en viðbrögð
hans við vindum tímans eru nærri
jafnsnörp eftir sem áður.
Annað er það og, sem lifir undir
niðri hjá Guðmundi bæði á undan
°g eftir þrítugsaldrinum, þótt á
það hafi bætt með aldrinum. Það
er samúð hans, heit, með smælingj-
unum í ríki dýra og manna. Dýra-
sögurnar birtust í Dýravininum
(1897). Af hinum má nefna ‘ ‘ Skó-
kreppu” og' “Útbygging” í Eini
1898 og “Sigrúnu” í Eimreiðinni
1896 (2:31-38), en “Ekkjuna við
ána” af kvæðunum (Úr heimahög-
um). Þrír þættir koma enn fram í
i'itum Guðmundar milli tvítugs og
þrítugs, sem lítt eða ekki ber á síð-
ur, nema þá í kvæðunum. Það eru
hugsanir hans um konnr, um sjálf-
an sig og dauðann.
Þess er áður getið, hvern hug
Guðmundur bar til kvenna og hver
veðrabrigði urðu í hug lians er
hann fékk sér konu. Iionum óx ás-
megin og trú á sjálfan sig', á lífið,
jafnvel á g'uð. Þá gat liann og litið
með meira jafnaðargeði til baka
yfir torleiði æskuáranna, og rifj-
að upp baráttu sína við yfirvof-
andi dauða og aðsvif af örvænt-
ing. Um þetta er t. d. kvæðið
“ Veikindastunur ”14) og prósa-
ljóðin “Vor,”15) “Dóttir mín”16)
og “Systir mín.”17 Má í þessum
persónulegu verkum hans sjá
rnerki symbólismans.
Eitt af fyrstu verkum bóndans
á Sandi eftir aldamótin var að
fara á andlegan hnotskóg í heima-
högum sínum, Þingeyjarsýslunni
Gjörði hann þetta til þess að sanna
sér og öðrum, að þótt því hefði
aldrei verið um liana spáð, “að
ættjörðin frelsaðist þar,” þá væri
hún eigi að síður auðug að þeirri
átthagarækt og' ættjarðarást, sem
ein mundi vinnast til þrifa fóstur-
jarðarinnar, þá er fram í sækti.
Dró Guðmundur í tveim ritgjörð-
um18) víða nót að uppruna. sínum,
hæði í holdinu og andanum, meðal
alþýðuskálda sýslunnar að fornu
og nýju. Auk þess ræddi liann þar
flest áhugamál sýslubúa, pólitík,
búskap og' sveitalíf, helgihald boð-
orðanna, félagsskap og skemtanir,
réttardaginn og einkennilega
menn. Hefir Guðmundur Finn-
bogason í Vóku-ritgerðinni um
nafna sinn bent á það, að undir
þessum fyrirsögnum megi flokka
flestalt efnið í skáldskap hans,
ekki sízt smásög'unum.
Sjóndeildarhringur smásagn-
14-17 )Eimreiöin 1899, 5:150-151; 129-142;
1900, 6:35-40; 1902, 8:133-144.
18)“Alþýðuskáld pingeyinga” Eimreiðin
1902, 8:91-109 og “pingeyjarsýsla fyrir og um
aldamót 1900” Eimreiðin 1906, 12:527, 112-
133.
13)Sunnanfari 9:74-76, 82-84.