Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 131
K. N, Júlíus
“Víst hefir upphaf og endir
alt sem við gjörum hér”----
-----Svo orti skáldið fyrir
mörgum árum. — Þegar honum
var haldin afmælisveizlan að
Mountain, N. Dak., fyrir tæpum
tveimur árum, virtist þeim, sem
þar voru staddir, það allfjarri að
K. N. JÚLÍUS
(7. apríl 1860 — 25. okt. 1936)
komið væri að enda alls sem hann
g'jörði hér. Þó reyndist það nú
svo, því eins og kunnugt er, and-
aðist hann á þessu hausti (25. októ-
her) rúmum sex mánuðum betur
en sjötigu og' sex ára (fæddur 7.
api'íl 1860). Hann virti.st þá svo
hraustur og' líkur því, sem hann
hafði ávalt verið, faslaus í viðmóti,
sviphýr, glaður og' eðlilegur í orði
og' hreyfingum. Sama var að
öeg'ja, tímann sem hann dvaldi hér
nyrðra það sama vor, spaugsyrðin
voru jafn góðlátleg og' gamansöm
og þau liöfðu ávalt verið. Gleðin
og góðvildin áttu enn bústað í
hjarta lians og leikir lífsins liéldu
enn huga hans föstum, svo hann
þreyttist ekki.
Eg get þessa vegna þess, að ó-
Ijóst mun það vera á meðvitund-
inni hjá oss öllum, að þegar andinn
hættir að kætast, þá dragi nær nátt-
málum og skamt sé að bíða um-
skiftanna og útleiðarinnar.
Svo rík er þessi tilfinning, að
oftast er gengið liægt um gleðinn-
ar dyr af ótta yið að missa hana og
þá líka, til að fresta forlögunum.
Þögnin — og þunglyndið sitja um
hvert tækifæri.
En Iv. N. glatað'i ekki gleði sinni,
né viðkvæmninni, svo ekki var með
því gefið til kynna. að komið væri
að dagslitum. Dauði lians kom því
flestum að óvörum nema ef til vill
lionum sjálfum. Hann mun hafa
órað fyrir því á síðastliðnu sumri
að til skamms væri að hyggja, er
hann liafnaði lieimboði vina sinna
í Nýja Islandi og taldi sig lítt fall-
inn til ferðalaga.
22. júní skrifaði hann vini sín-
um Sveini Thorvaldson í Riverton
á þessa leið:
‘ ‘ Kuldinn í vetri var fór illa með
mig, svo eg hefi ekki getað' heitið
ferðafær og lítið farið út af heim-
ilinu. Má kalla að eg sé seztur í
helgan stein, hefi ekki bragðað
neitt sterkara en kaffi síðan í
haust eð var, varast að' láta mér
detta í hug vísu eða nokkuð, sem
gæti orðið nokkrum til skemtunar.
Þár af sér þú að ekki er um auð-
ngan garð að gresja.
Berðu fyrir mig kæra kveðju þeim
skáldunum Dr. S. Björnssyni og