Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 47
Þjóðréttarstaða islands
29
í danska frumvarpinu var nafn laganna svohljóðandi: “Lög um
ríkisréttarstöðu Danmerkur gagnvart Islandi í veldi Danakonungs. ’ ’ 1
Islenzka frumvarpinu stóð: ‘ ‘ Lög um ríkisréttarstöðu Danmerkur gagn-
vart Islandi. ’ ’
Eins og hér sézt, hafði ísland nú gengið inn á miðlun, sem raunar
átti ekki að breyta hinu íslenzka nafni laganna, en tók með liin umdeildu
orð í fyrstu grein, er breyta mætti seinna við tækifæri.
Inn á þetta gengu dönsku nefndarmennirnir í nýju frumvarpi, er
þeir lögðu fram 30 apríl. Hér námu þeir burt hinn sameiginlega ríkis-
borgararétt, og gengu þar að auki inn á, að sammálin væri uppsegjan-
leg samkvæmt ýmsum nánari ákvæðum, að þeim undanteknum, er stæðu
í sambandi við konungdóminn, utanríkismálin og hermálin.1) Þá var
samið að nýju- og 2. maí bar undirnefndin, er aðalnefndin liafði sett,
hið endanlega frumvarp upp,2) er fjórum dögum -síðar var samþykt
með öllum atkvæðum gegn einu (Skúla Thoroddsen). Nokkrum dögum
síðar var frumvarpið endanlega samþykt, með smá breytingum, án at-
kvæð'agreiðslu. 1 orðalagi íslenzka textans, er íslenzku nefndarmenn-
irnir höfðu samið og tekið ábyrgð á að vera skyldi í samræmi við danska
textann, er nefndin hafði samþykt, var ákveðið að “veldi Danakon-
ungs” í íslenzka textanum skyldi þýÖa “det samlede danske Rige.” Þar
að auki kom mönnum saman um, að “ríkisréttarsamband” í heiti frum-
varpsins og “ríkjasamband” í fyrstu grein þess, skyldu þýÖa liið sama
sem dönsku orðin “det statsretlige Forhold mellem” og “ Statsforbind-
else.”3)
(Framhald á næsta ári)
1) Betænkning, bls. 161.
2) lslenzki nefndarmaðurinn, Skúli Thoroddsen tók fyrirvara með breytingartillögu, að i
staðinn fyrir orðin: “Island er frjálst .... land" kæmi: “ísland er frjálst og fullvalda ríki.”
Hann stakk upp á ýmsum fleiri breytingum, m. a. aðskildum verzlunarfána.
3) Hið endanlega frumvarp í dönskum og íslenzkum texta er prentað í “Betænkning,”
bls.VIII. |