Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 135
Ragnar Limdborg, Dr. Jur.
117
hinn einlæg-asti ættjarðarvinur
allra Norðurlanda. Hann tók
snemma ástfóstri við Island og
hefir ritað þrjár bækur, á undan
þessari, um réttarstöð'u þess og
jafnan lialdið fram sömu skoðun,
að það sé óháð og sjálfstætt ríki,
og liafi svo jafnan verið frá land-
námstíð. Fyrsta bók hans, ‘ ‘ Ríkis-
réttarstaða Islands á þjóðveldis-
tímanum og fram til vorra daga”
kom út 1907, um það leyti er Frið-
rik konungur áttundi skipaði milli-
landa nefndina, er g'jöra átti út um
ágreiningsmál íslendinga og Dana
og þingaði í Khöfn vorið 1908.
Yar bókin Dönum ekki kærkominn
gestur og álitu þeir hana draga
mjög taum Íslendinga. Hinar
bækurnar komu út 1918 er seinni
millilanda nefndin sat á rökstól-
um í Reykjavík, —og 1921.
Dr. Lundborg er fæddur 29. apríl
1877, og er því nær sextugu. Ilann
er doktor í lögum og hefir helgað
þeirri vísindagrein æfistarf sitt.
Hann er búsettur í Stokkliólmi og
er mjög upp til hans litið meðal
Svía út um allan heim.
“Slysið á Brákarsundi” er ritað
af sama höfundi og ritgjörðin,
“Þegar eg var i Viðey,” er birtist
í Tímaritinu 1934, það er frásaga
af atburði, er g'jörðist fyrir 65 ár-
um og' fáir kunna nú frá að skýra.
Höfundurinn, Jón Jónsson, er 91
árs að aldri og hinn minnugasti.
Hann er fæddur á Svarflióli í Staf-
holtstungum 1. febr. 1846; fluttist
til Ameríku 1878 og hefir búið á
ýmsum stöðum, fyrst í Mikley, næst
í Girunnavatnsbygð, þá í San Diego
í Californíu og nú síðast, lijá dótt-
ur sinni, frú Þorbjörgu Sigurðsson
í Winnipeg. En hvert sem forlögin
hafa flutt hann, fyrnast honum
ekki minningarnar frá ættjörðinni,
fremur en mörg'um fleiri, og eru
honum þær hin mestu hug'ðarefni.
Þó aldraður sé, er minni hans óbil-
að og hugsunin glögg og skýr.
JZ. Jfc M.
'JT 'IV '7?
“Heima á Fróni” er fyrsta rit-
gjörðin, sem Tímaritið liefir flutt
á enskri tungu. Ritgjörð þessi er
eftir unga háskóla stúlku, Mar-
garet Ann Björnson, er fór tii
náms og í kynnisför til Evrópu.
síðastl. sumar. Dvaldi hún á Is-
landi um sex vikna skeið. Hún er
ein með liinum gáfuðustu ungu
stúlkum er Islendingar hér eiga, í
hópi hinna ungu mentamanna
sinna. Enda ber ritgjörð hennar
vott um það, rituð á hinu fegursta
máli, með norrænar minningar,
menningu og athuganir að baksýn.
Mun óvíða vera að finna meira
vald vfir máli og hugsun eð'a meiri
og fegurri líkingaauð. E!r hér á-
reiðanlega á ferð rithöfundur, er
mun láta sín getið er tímar líða
fram. A hún líka í þá ætt að telja.
Ömmubræður Margrétar voru þau
skáldin Páll og Jón Ólafssynir, afi
hennar var séra Björn Pétursson
frá Hallfreðarstöðum og' faðir
liennar og’ móðurbróðir eru þeir
Dr. Ólafur Björnsson og Dr. B. J.
Brandson, hinir velmetnu læknar
og háskólakennarar Vestur-lslend-
inga.