Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 36
18
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
Með stjórnarskránni 1874 fengu þó Island og Danmörk ekki sameig-
inlegar hervarnir. Island hafði nefnilega engan lier og enginn danskur
her var í landinu.
Hvað liin þjóðréttarlegu sambönd Íslands snertir, skal þess getið,
að samningar, sem Danmörk gjörð'i við erlend ríki, náðu ekki til Islands,
ef það var ekki sérstaklega tekið fram. Til þess að slíkur samningur
hefði einnig gildi fyrir Island, varð hinn íslenzki ráðherra í embættis-
nafni að kunngjöra hann- í heild sinni í lögbirtingarblaði Islands. Til
þess að ísland væri innifalið í þessháttar samningi varð danska stjórnin
að leita samþykkis íslendinga.
Stjórnarskráin 1874 g'jörði ráð fyrir “ráðherra fyrir ísland, ’’ og
undir honum var æðsta stjórn landsins falin landshöfðingja. Islend-
ingar höfðu von um að ráðlierrann yrði Islendingur, en það varð ekki,
heldur var emhættið sameinað hinu danska dómsmálaráðherraembætti,
og í því sat æfinlega danskur maður. Samkvæmt íslenzku stjórnar-
skránni átti ráðherrann að vera ábyrgðarfullur gagmvart Alþingi í þeim
íslenzkum málum, er hann fór með. Lög um ábyrgð hans voru þó aldrei
gefin út, svo að konungur stjórnaði í raun og veru með ábyrgðaidausum
ráðherra.
Eftir langar umræður samþykti Alþingi árið 1903 lög, sem ákváðu,
að ráðherra Islands skyldi “kunna íslenzka tungu” (þ. e. vera Islend-
ingur), vera búsettur í Reykjavík, og taka þátt í störfum Alþingis og
vera ábyrgðarfullur gagnvart því. Sama ár voru samþykt lög um ráð-
herraábyrgð og konungur staðfesti livorutveggja lögin. Hinn fyrsti
íslenzki ráðherra var Hannes Hafstein.
3. Tímabilið þar til dansk-íslenzka nefndin var skipuð árið 1907.
Það kom brátt í ljós að Island var einnig óánægt með þessa breyttu
stjórnarskrá frá 1903. Skipun Hafsteins ráðherra árið 1904 var ekki
meðundirrituð af hinum fyrverandi ráðherra Íslaiíds, lieldur af danska
forsætisráðherranum — nýr vottum um skoðun Dana, að Island stæði
undir Danmörku. í Danmörku skildist mönnum einnig að þetta var brot
á undangengnum tilskipunum og Knud Berlin reyndi1) að sýna fram á
að þessi aðferð skifti engu máli, þar sem hann ritar: “Strax og sá for-
sætisráðlierra, sem hefir meðundirritað ráðherraskipun fyrir Island, er
farinn frá, ber liann vafalaust ekki lengur neina ábyrgð á stjórnmála-
stefnu hins íslenzka ráðherra, svo að meðundirritun hans hefir enga
sérstaka pólitíska þýðingu.” Á hinn hóginn: “Jafnvel þó forsætisráð-
herrann sem tákn ríkisheildarinnar undirriti skipun liins íslenzka ráð-
herra, her hinn síðari strax eftir skipun sína. fulla pólitíska ábyrgð
gagnvart Alþingi, líka fyrir skipun sinni, því ábyrgðin er enganveginn
bundin við liina formlegu meðundirritun.” Það er vissulega alveg rétt,
að forsætisráðherra ber enga ábyrgð gagnvart Alþingi, en vegaia með-
l)Knud lierlin, Island og Danmark, “Gads Danske Magasin,” Kjöbenhavn, júlí 1915, bls. 821.