Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 60
42
Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga
Til fræð'slu og skemtunar voru ís-
lendingasögur, til trúarlegrar upp-
byggingar Vídalínspostilla og
Passíusálmarnir. En mest var um
]>að vert, að þessar bókmentir urðu
almenningseign, lesnar jafnt af
lærðum sem ólærðum, háum sem
lágum, eins og kveðið er að orði.
Þarna átti biskupinn sálufélag við
fjósakarlinn, og amtmannsfrúin
andlega samleið með förukonunni.
Bókmenningin varð því að þjóð-
menningu í orðsins fylsta skiln-
ingi.
Ef vér berum þetta saman við
núverandi menningarskilyrði, sézt
undir eins, hvernig aðstaðan hefir
breyzt.
Þungamiðja ljóðlífsins hefir sem
óða.st verið að færast til kaupstað-
auna. Með því fer forgörðum hin
tíða umgengni við náttúruna og
skepnurnar. Að vísu kynnast sjó-
mennimir hafinu og þeim uuaði,
sem það veitir og dýralíf sjávarins
er þeim nærri. En það er tvent,
sem dregur úr menningargildi
þessara hluta, Annað er það, að
sjómennirnir nálgast náttúruna
sem ránsmenn, en síður sem börn
hennar og samverkamenn. Hitt er
sú alkunna staðreynd, að samvist-
um manna. við þorskinn fylgir ekki
sú samúðar- og félagslmeigð, sem
einkennir samveru bóndaus og
skepnanna. ‘ ■ Milli manrns og liests
og hunds hangir leyniþráður, ” seg'-
ir skáldið. Það hefði mátt bæta
kvim og kiiulum við. En hefir
nokkur ort um leyniþráð milli
manns og ýsu og ufsa eða
þorsks ?1) Þegar talað er um skyld-
l)Vafalaust mundi slík tilfinning geta þró-
ast, ef menn nfilguðust ekki fiskana svo að
segja altaf í drápshug.
leika manns og þorsks, er það
venjulega í annari merkingu.
Fuglalífið er sennilega sami gleði-
gjafinn við sjó og land. — Þegar
kaupstaðirnir fara að stækka, fjar-
lægist almenningur náttúruna meir
og meir bæði við skemtanir og
vinnu. Þeir loka sig inni í skrif-
stofum, kenslustofum, búðum og
verkstæðum, sitja þar við ilm af
bleki, kryddi og kramvöru, skó-
svertu, skinnum eða timbri.
í kaupstöðunum hefir lieimilið
heldur ekki sömu afstöðu og áður.
Menn sofa enn og' borða undir
sama þaki, en bæði á starfstímum
og frístuudum dragast memi hver
í sína átt. Líða stundum dagar eða
vikur án þess að allir séu heima í
eiuu. Nú verða. ])að aðrar félags-
heildir, sem taka æskulýðinn að
sér, kunningjahópar eða ýmiskon-
ar fólög, svo sem klúbbar, ung-
mennafélög og stúkur. Guðræknis-
iðkanir leggjast niður í heimahús-
um, sög'ulesturiim sömuleiðis,
handavinnukenslan að mestu leyti.
Kirkjan, skólarnir og vinnustöðv-
arnar legg'ja til hvert sinn skerf
uppeldisins, en lieimilið verður
frekar þiggjandi en veitandi.
Lok,s hefir bókin ekki sömu sér-
stöðu og hún liafði áður, sem und-
irstaða andlegrar menningar. Ekki
svo að skilja, að menn liætti að
lesa. Bókaútgáfa Isléndinga er
með mestu í lieimi, og með vaxaudi
málakunnáttu fýkur sandur af út-
lendum ritsmíðum inn í landið. En
við hlið bókarinnar eru nú komin
önnur tæki, sem láta mikið yfir sér.
Það eiu útvarpið og kvikmyndirn-
ar. — Islendingar fylgja.st mjög
vel með í þessu hvorutveggja. Síð-
an útvarpsstöðin var sett upp, hef-