Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 56
38
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
“Þú vissir þetta, vinur minn:
Eg var svo tíðum einn;
En nú er hryggur hugur þinn,
Til hjálpar kominn seinn.
En stiltu þessa sáru sorg,
Því Siggi er allur burt,
En hugsjón hans um tún og torg
Er til, ef um er spurt.
“Eg vildi meiri sannleik sjá,
En sitthvað annaS fann;
Eg vildi benda bræSrum á
ÞaS bezta, er hugur ann.
Á guSsríki mín tállaus trú
Var til í þessum heim;
Eg hélt viS gætum bygt oss brú
Úr beztu efnum þeim.
“Þú fyrirgefur alveg alt,
Sem of mikiö er sagt.
AS treysta á menn er voSa-valt
Og von, þó reiknist skakt.
Eg veit, þaS tekur eilíf ár,
AS eignast sannleikann;
Því fór eg héSan fótasár,
AS finna vildi hann.”
Mér söng í huga síblítt lag
Mér söng í huga síblítt lag,
er sá eg föðurlandið kært.
Þó var það sízt með skólskins brag,
—á Suðurnesjum þoku-slag.
—Til fjalla bvergi fært.
En eg var leidd að arni inst,
og alt um kring sat vina lið.
Þá var með ástúð alls þess minst,
sem unaðslegt og ljóðrænt finst,
um söngs og sagna mið.
Eg var sem leidd um lystigarð,
er lýsti sál um fjöll og liaf.
Því Saga réð hve víðsýnt varð,
en vinarhönd live dýran arð,
mér lystigangan gaf.
Er haustið kom og knörrinn beið,
mér kaldur gustur strauk um kinn.
En kveðja björt um loftið leið,
sem lýsti mér um liöfin breið,
með yl sem enn eg finn.
21.-6. ’36.
Jahobína Johnson.