Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 68
50
Tímarit Þjóðrœknisfélags islendinga
fjörður), togara (Hafnarfjörður)
eða stór mjólkurbú (IsafjörSur).
Þá þarf varla að taka þaS fram, aS
flestar menta- og heilbrigSisstofn-
anii' eru ríkiseign eSa undir þess
umsjón.
Það verður varla annað sagt, en
að Islendingar reyni að haga sér
eftir breyttum ástæðum og nota
þau tækifæri, er nú gefast til ])ess
að skapa athafnaríka félagsmenn-
ingu.
En alveg eins og þeir reyna að
vinna vel undir breyttum menn-
ingarformum, þannig hafa ])eir
l'íka reynt að nota hin nýju menn-
ingartæki á þann veg', að þau beri
það nafn með réttu, og liaga notk-
un hinna gömlu þannig, aS þau
komi enn að notum.
Bókin er ekki lengur notuð til
upplestrar á heimilunum. En það
eru gjörðar all-víStækar ráSstaf-
anir til þess, að almenningur eigi
kost á aS njóta hennar á ódýran
liátt í tómstundum sínum. Lestr-
arfélög og bókasöfn liafa átt sinn
þátt í því. Sem dæmi um það,
hvernig bezt hefir verið unnið á
því .sviði, er sýslubókasafn Þing-
eyinga. Upphaflega er það sprott-
ið af samtökum fáeinna manna. En
undir forystu Benedikts Jónssonar
frá AuSnum hefir það orðið eitt
af myndarlegustu söfnum lands-
ins; efni þess er mjög fjölbreytt,
og bækurnar eru á mörgum tungu-
málum. Grott dæmi þes.s, að íslenzk
alþýSumenning' rígbindur sig ekki
við áhrif einnar tungu. — Á ís-
lenzku togurunum eru bókasöfn,
sem stöðugt eru endurnýjuð í landi
eftir hverja ferð skipsins. Bæk-
urnar eru frá bókasafni, sem styrkt
er af opinberu fé. — Bókasöfn
prestakalla liafa verið stofnuS meS
lögum. Tilhögun þeirra er sú, að
ef presturinn annast útvegun á
fjórSa parti bókaverðsins, greiðir
ríkiS þrjá fjórðu. Safnið á að vera
til almennra afnota fyrir íbúa
prestakallsins, en undir umsjón
prestsins.
Til þess að nálgast á ný menn-
ingaráhrif náttúrunnar, hefir verið
stofnað fjölment ferSafélag, sem
hefir aðaldeild sína í Reykjavík.
ÞaS efnir til liópferSalaga víðs-
vegar um landið, bygðir þess og
óbyg'Sir. AS öllum líkindum þekk-
ir æska sumra kaupstaðanna nú
orSið öræfi landsins betur eða fult
eins vel og sveitamenn alment
þektu þau í margar aldir.
Þá mætti og minna á Skógrækt-
arfélag Islands, sem með mörgu
móti eykur áhuga fólksins á vernd-
un skóga og útbreiSslu, og vekur
um leiS ást á náttúru fslands.
HiS nýja menningartæki, fit-
varpið er ríkiseign, og tími þess
er því ekki verzlunarvara, til notk-
unar fyrir auglýsendur fyrst og
fremst. ÞaS er rekið með þaS fyr-
ir augum að vera fræðslustofnun
og' mentunar. Það er meira af
fróðle gum erindum flutt heldur en
liér virðist vera venja, til dæmis
að taka. — 1 sveitunum liafa menn
víða komist á lag með að láta út-
varpið koma í stað sögulesarans á
kvöldvökunni aS vetrarlagi, og á
sunnudögum kemur útvarpsmess-
an í stað húslestrar á heimilinu. Þó
getur hvorug't fullnægt þeirri þörf,
sem kvöldvakan með gamla snið-
inu eða húslesturinn fullnægSi að
jafnaði. ÞaS er ekki sama að taka
þátt í og að hlusta.