Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 110
92
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
bæði var afkastamikill og skemti-
legur rithöfundur.
Kennarar háskólans hafa einnig
sýnt áhuga sinn fyrir vísindalegri
starfsemi í fleiru en meS ritum
sínum. Þeir voru frumkvöSlarnir
að stofnun “Vísindafélags Is-
lands” 1918, til eflingar auðugra
vísindalífs í landinu og útgáfu vís-
indarita; hefir félagið þegar stuðl-
að að slíkum rannsóknum og gefið
út allmörg rit um vísindaleg efni.
Má í þessu sambandi minna á eft-
irfarandi ummæli Ólafs prófessors
Lánissonar: “ Ef maSur ber sam-
an seinustu 25 árin og tímann þar
á undan, þá sér maður að miklu
meiri vísindaleg starfsemi hefir
verið í landinu síðan liáskólinn tók
til starfa heldur en áður. MikiS af
þeirri starfsemi má rekja til há-
skólans beint eða óbeint. Mest
kveður að þessu í þeim fræðum,
sem vér stöndum bezt að vígi í,
þeim fræðum, sem f jalla um tungu,
bókmentir og sögu þjóðarinnar.
Náttúruvísindin hafa því miður
ekkert skjól átt við háskólann hing-
aS til. En náttúra lands vors er
mikil og merkilegt rannsóknarefni,
sem oss stendur næst að sinna.
Vonandi til, líða eigi næstu 25 ár-
in af æfi háskólans svo, að ekki
verSi komnir þar prófessorar í
dýrafræði, grasafræði og jarS-
fræði, sem haft geti forgöngu í
þeim rannsóknum hver á sínu
sviði.” (Morgidnblaðið, 17. júní,
1936, bls. 4).
Norrænudeild háskólans stend-
ur, eins og Ólafur prófessor víkur
hér aS, hvað bezt aS vígi allra
deilda hans til sjálfstæðra rann-
sókna, enda. hafa kennarar liennar
og norrænufræðingar útskrifaðir
þaðan þegar lagt drjúgan skerf til
þeirra fræða og' gleggri skilnings
á þeim. Undir leiðsögn dr. SigurS-
ar Nordals hafa vegur og heilnæm
áhrif deildarinnar einnig' farið
vaxandi út um lönd; og getur liún,
eins og hann sagSi (í viðtali viS
Morgunblaðið á aldarafmæli liá-
skólans) orðiS “viðurkend miS-
stöS í íslenzkum fræðum. ” Sumar-
skóli sá í íslenzkum fræðum fyrir
útlendinga, sem rætt hefir veriS
um í sambandi viS háskólann,
myndi mjög stuðla aS því að gjöra
norrænudeild lians aS miSstöð
þeirra fræSa, og ætti því, aS kom-
ast á fót sem fyrst.
III.
Háskóli Islands hefir því óneit-
anlega, aS sumu leyti, int af hendi
þaS hlutverk, sem dr. B. M. Óhsen
taldi aSalmarkmiS hvers háskóla
í framannefndri setningarræSu
sinni, þaS, aS vera. “vísindaleg
rannsóknarstofnun og vísindaleg
fræSslustofnun. ” En eins og um
hnútana var búiS, hefir liáskólinn
að enn meiru leyti veriS embættis-
mannaskóli, því aS honum var og
er ætlaS, aS sjá embættismanna-
efnum þjóðarinnar, guSfræðingum,
læknum og lögfræSingum, fyrir
nauðsynlegri sérmentun. Og þar
er sannarlega ekki um lítilvægt
hlutverk aS ræða. Því aS eins og
þáverandi rektor háskólans, GuS-
mundur prófessor Thoroddsen,
komst að orði í ræðu sinni á afmæl-
ishátíS hans: “Hvers skyldi þjóð-
in fremur þarfnast en eiga góða
og vel mentaSa embættismenn ? ”
Þegar tekið er 'tillit til afstöSu og
áhrifa embættismanna hvers ríkis
sem er, verður auSsætt, aS sú þjóð