Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 156

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 156
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011156 fJölbreyttar leiðir í námsmati verið um það í skólastarfi. Þó að í bókinni sé ekki djúp fræðileg umræða um námsmat veitir hún samt innsýn í erlendar rannsóknir og kenningar og vísað er til fjölmargra heimilda sem lesendur geta nýtt sér ef þeir hafa áhuga á að kafa dýpra í þau fræði. Mikill kostur er að höfundur tilgreinir yfirleitt ensk heiti hugtaka sem notuð eru í bókinni. Þetta er kostur, sérstaklega fyrir þá lesendur sem vanir eru að lesa um náms- matsfræði á ensku en einnig þá sem vilja leita sér frekari upplýsinga um efnið. Oft er erfitt að þýða slík hugtök og jafnvel geta þýðingar stundum valdið misskilningi. Hér virðist hafa verið vel vandað til þýðinga og efnið ágætlega lagað að tungutaki íslenskrar skólaumræðu. Bókin fellur einnig vel að viðmiðum nýrrar aðalnámskrár um námsmat, en þar er lögð áhersla á að kennarar styðji nemendur til að átta sig á því hvernig þeim miðar í námi sínu miðað við þau markmið sem þeim eru sett. Bókin er uppfull af leiðum til að meta sem flesta námsþætti og fjölbreyttar hugmyndir er að finna til að auka þátttöku nemenda í raunhæfu sjálfsmati. Tekið skal fram að þær leiðir sem settar eru fram í bókinni eru einnig mjög vel fallnar til nauðsynlegs sjálfsmats kennara á leið til aukins starfsþroska. Það er mikill fengur í því að út komi á íslensku fræði- og handbækur um skóla- mál sem skrifaðar eru af sérfræðingum með íslenskar aðstæður í huga. Slíkt efni er almennum kennurum aðgengilegra en erlent og það ætti að auka skilning á hug- tökum og bæta faglegan orðaforða jafnframt því að stuðla að faglegri umræðu um efnið meðal skólafólks. Höfundur hefur langa starfsreynslu sem grunnskólakennari. Viðmið sem sett eru fram í matsgögnum og dæmum í bókinni bera þess merki. Ég get þó ekki sagt skilið við bókina án þess að nefna útlit og uppsetningu. Mín fyrstu viðbrögð voru undrun. Útlit bókarinnar vekur upp spurningar um það hvort bókaútgáfan hyggi á útgáfu einhvers konar ritraðar um kennslufræði og skólamál og hafi því útlit, leturgerð og uppsetningu nákvæmlega eins og á vinsælum bókum um kennslufræði sem Æskan gaf út fyrir mörgum árum. Með þessu útliti finnst mér dálítið dregið úr sjálfstæði þessarar bókar. Þegar á heildina er litið tel ég að hér sé komin út hagnýt bók með fræðilegu ívafi þar sem skólafólk getur sótt sér fróðleik og verkfæri sem hægt er að aðlaga því aldurs- stigi, námsgrein eða námsþætti sem unnið er með og við á hverju sinni. Ég hvet því alla kennara til að nýta sér þá aðstoð sem bókin hefur að bjóða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.