Hugur - 01.01.2008, Page 19
Heildarsýn og röksemdir
17
Gildirpá hið sama um hugann? Þannig kemur sálin til?
Þannig kemur sálin til.
Þarf petta pá ekki að halda áfram endalaust?
Nei, það er nokkuð snjallt svar við því. Keríið er þannig hugsað að það er frá ein-
ingu til margbreytileika, þannig að það sem er næst á eftir er alltaf margbreytilegra
en það sem er fyrir ofan. Plótínos heldur augsýnilega að margbreytileikinn eigi sér
endanleg mörk. Þannig að það sem hann kallar efni er svo margbreytilegt að það
er ekki fræðilegur möguleiki á neinu sem er meira brotið upp. Því fylgir jafnframt
að það er ekkert útstreymi eða nein virkni innan þess sem gæti skapað eitthvað
nýtt.
Maður veltir fyrir sérpessu með hugann og hvort sálin geti haft einhvern aðgang að
huganum.
Nei, það getur hún ekki, ekki sem sál. Þetta er eitthvað sambærilegt við það sem
gerist í upphafi, þegar hugurinn reynir að nema hið eina. Ef sál reynir að skilja
hugann þá sér hún í mesta lagi einhverja birtingarmynd hans, eitthvað sem er af
sama tagi og hún sjálf, en ekki hugann sjálfan eins og hann er í sjálfúm sér. En það
sem Plótínos bersýnilega telur mögulegt fyrir mannskepnuna er að færa sig um
set í þessu stigveldi. Þannig að ef við ástundum heimspeki vel og lengi, getum við
fært okkur upp á þetta svið hugans.
Íjarðlífinu?
Já.
Erpaðpá með rökræðum eða erpað með einhverju sérstöku öðru?
Hann virðist hugsa sér að það gerist með rökræðum og með ástundun heimspeki-
legrar hugsunar.
Þetta hljómar svolítið eins og maður gæti skilið hellislíkinguna, að pað sé einhver leið
fyrir heimspekinginn upp tilfrummyndanna.
Jájá.
Nú er í hellislíkingunnipetta element um að heimspekingurinn komi aftur ogfari að
tala viðpá sem eru í hellinum, er eitthvað svipað áferðinni hjá Plótínosi?
Það er lítið og það hefur einhvern tímann verið sagt um Plótínos eða nýplat-
onismann almennt, sem er ekki alvitlaust, að þetta sé Platon án Sókratesar. Við
gætum líka sagt Platon án pólitískrar heimspeki eða slíks. Það fer lítið fyrir því.
Hver er pin skoðun á pví. Heldur pú að heimspekin geti haft eða eigi að hafa áhrif á
samfélagið?
Hún hefúr náttúrlega haft það og auðvitað á að hugsa heimspekilega um sam-