Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 68

Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 68
66 Jón A. Kalmansson Charles Dickens.40 í upphafi sögu Dickens er Scrooge lýst sem köldum og ein- angruðum manni, ekki aðeins í þeim skilningi að hann elskar peninga umfram allt annað og kærir sig kollóttan um að sýna samferðarfólki sínu hlýju og stuðning, eða jafnvel aðeins lágmarks samneyti og tillitssemi. Það sem einkennir Scrooge er ekki síður einangrun hans frá sjálfum sér, gleymska hans á hver hann var, er og verður. Kuldi Scrooge á sér rætur í því hvernig hann hefur smám saman tekið að líta á sjálfan sig og líf sitt. Hann sér sig eingöngu sem kaupsýslumann og hlutverk sitt sem það eitt að sýsla með fé.Jólanótt eina er Scrooges vitjað afþremur öndum, hverjum af öðrum, anda liðinna jóla, anda þessara jóla, og anda hinna ókomnu jóla - og það virðist ekki fjarri lagi að líta á þessa anda sem eins konar persónugervinga ímyndunaraflsins og hugarflugsins, þeirra sálargáfna sem Scrooge hefur gegnum árin nær útrýmt úr sjálfiim sér. Sérhver þessara anda leiðir Scrooge fyrir sjónir viss sannindi um líf hans sem hann var búinn að gleyma eða bæla. Andi liðinna jóla gerir Scrooge kleift að sjá Ijóslifandi fyrir sér æsku sína, meðal annars „þúsund hugrenninga, vonir, fagnaðarefni og áhyggjur", umkomuleysi hans og einstæð- ingsskap, dálæti hans á Þúsund og einni nótt og Róbinson Krúsó, og væntumþykju hans í garð litlu systur sinnar. Andi þessara jóla gefur Scrooge að sama skapi inn- sýn í líf þess fólks sem hann tengist og hefur áhrif á, eins og til dæmis Cratchits- fjölskyldunnar, og hann leiðir honum einnig fyrir sjónir líf ótal einstæðinga og fjölskyldna á jólunum. Loks er það andi hinna ókomnu jóla sem kemur Scrooge í skilning um að hann muni brátt deyja yfirgefinn og ósyrgður, ef fram fer sem horfir. Hvernig hjálpar þessi gamla jólasaga okkur að skilja betur eðli siðferðilegrar hugsunar? Diamond segir meðal annars: Við vitum öll að við vorum eitt sinn börn, en það þarf ekki að vera annað en tóm sértekin þekking [mere abstract knowledge\ sem ekki getur orðið hluti af lífi okkar á fullorðinsárum. Eða hún getur orðið hluti af ímynd- unarafli okkar; sáttin við okkar eigin barnæsku getur verið lifandi og virk í okkur sem fullorðnu fólki. Sé barnið sem við vorum ekki lifandi í huga okkar [imaginativepresence in us\ sem fuflorðinna manneskja þá erum við, að dómi Dickens, ófær um ánægu og von, og það bæklar okkur siðferði- lega.4' Eins og í mörgum miklum skáldverkum er sögupersónan í Jóladraumi, Scrooge, fulltrúi mannkyns. Hann sýnir okkur hvað gerist þegar við þekkjum ekki sjálf okkur og gleymum hver við erum; þegar staðreynd eins og sú að við vorum eitt sinn börn, eða að við höfum áhrif hvert á annað og þurfurn hvert á öðru að halda, eða að við deilum sama hlutskipti og endalokum, er ekki lengur lifandi veruleiki 40 Sjá Charles T)\c\sens,Jóladraumur. Reim/eikasagafrájólum, þýð. Þorsteinn frá Hamri, Reykja- vík: Forlagið 1986. Cora Diamond ræðir sögur Dickens í fleiri en einni greina sinna. Sjá til dæmis „ liu' Importance of Being Human" í David Cockburn (ritstj.), Human Beings, Cam- bridge: Cambridge University Press 1991; og „How Many Legs?“ í Raimond Gaita (ritstj.), Value and Understanding. Essaysfor Peter Winch, London: Routledge 1990, s. 149-178. 41 „The Importance of Being Human“, s. 42.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.