Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 16
14
Róbert Jack rœðir við Eyjólf Kjalar Emilsson
Þú minntist á myndlist áðan, reyndar bara sem líkingu eða dœmi, en pú skrifaðir árið
/990 grein, „Hvað hafði Platon á móti skáldskap?", og mérfannstpegar ég var að lesa
petta...
Ég er ekki mjög ánægður með þá grein.
Þií ert ekki ánægður með hana?
Ég held ekki.
Ég veit ekki hvortpetta sem mig langar að nefnafellur undirpað sempú ert óánœgður
með, en mérfinnst eins ogpú hafir, allavega í lok greinarinnar, töluvert mikla samúð
með málstað Platons, að listin séfiólsk svölun á lægstu hvötum ogfrekar ósönn. Þetta
fannst mér áhugavertpví ég hafði séð, ekkert mörgum árum eftir aðpessi grein birtist,
myndir sempú hafðir málað ogsem voru tilsýnis íNýja garði iHáskóla Islands. Þetta
voru mjög skemmtilegar myndir, en ...
Það hangir ein hér. [Hlær\'
Eg veltifyrir mér hvort ég hafi skilið greinina vitlaust eða hvernig kemurðupessu heim
ogsaman?
Ég held nú satt að segja að ég hafi dálítið verið að reyna að stríða í þessari grein
og að það hafi ekki tekist sérlega vel. Að því leyti er hún misheppnuð. Ég var
eitthvað að ögra listagenginu án þess að ég endilega deili skoðunum Platons, ég
geri það nú ekki. (Kannski var Platon líka að stríða að einhverju leyti.) Hins vegar
varpar Platon fram alveg lögmætum spurningum um list. Mér fannst svokallaðir
listunnendur taka það sem alveg gefinn hlut að listin sé sáluhjálp, segi mikinn
sannleika og þar fram eftir götum; það væri gengið að því alveg vísu að ef eitthvað
héti list hlyti það að hafa þessi gæði til að bera, en mér fannst ekki liggja í augum
uppi að svo hljóti að vera. Ég vildi gjarna vekja umræður um þetta, en það gekk
ekki eftir. Kannski þótti fólki Platon of forn til að taka hann alvarlega.
Svo erpað bókin pín. Þú varst að senda frápér bókina Plotinus on Intellect.! Eg er
nýbúinn aðfiá hana og hef ekki mikið getað lesið í henni. En hvað er pað við Plót-
ínos?
Auðvitað er það fleira en eitt. Eitt af því sem Plótínos gerir er að kynna til sög-
unnar hugtakið um hið eina sem á að vera upphaf alls og handan þess sem hugsað
verður. Og það held ég að sé hugmynd sem hefur verið viðloðandi í heimspeki-
sögunni alveg fram á þennan dag, að það séu einhver mörk hugsunarinnar og að
mörk hugsunarinnar séu jafnframt mörk veruleikans, en þó sé í einhverjum skiln-
ingi eitthvað handan við þessi mörk. Hugsun Kants er bersýnilega á þessa leið. Og
Wittgensteins í Tractatusi. Og ég held að það séu náskyldar hugmyndir hjá
Heidegger. Þetta finnst mér heillandi hugmynd.
1 Viðtalið er tekið á heimili Svavars Hrafns Svavarssonar, heimspekings.
2 Plotinus on Intellect, Oxford: Clarendon Press 2007.