Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 115

Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 115
Sjálfstað hugsun og rýnandi rannsókn 113 Á þessu eru margháttaðar skýringar, en tilgáta mín er sú að djúpstæður skortur á raunverulegum skilningi á tengslum orða og athafna, og þar með á eðli þekkingar, sé ein af þeim mikilvægari. Lausnin felst að mínu mati í að útfæra nýjar leiðir í þekkingarsköpun og -miðlun. Færa þarf þekkingarvinnsluna út á akurinn með ástundun þess sem á ensku nefnist action research og hefur verið þýtt á íslensku sem starfendarannsóknir, en ég kýs að nefna hér gerendarannsóknir. Kennarar starfa samkvæmt ákveðnum grundvallarsjónarmiðum til menntunar og í umhverfi sem er mótað af þessum sjónarmiðum. Þeir fara ósjaldan á námskeið þar sem þeim er sagt að þessar hugmyndir séu úreltar, gamaldags og að þeir þurfi að breyta öllu. Sumir kennaranna bregðast illa við og vilja halda í það gamla, aðrir bregðast jákvætt við og eru sammála námskeiðsmönnum. Þegar komið er aftur í gamla umhverfið er samt nánast útilokað að breyta neinu, breytingar verða litlar og yfirborðskenndar; allt fer í sama farveg. Námskeiðshaldarar, sem eru „fagrar sálir“ í skilningi Hegels (með fagrar áætlanir en lítinn vilja til athafna) hneykslast um stund á kennurunum og halda svo nýtt námskeið. Það er ekki ólíklegt að námskeiðsmenn hafi á réttu að standa og byggi þekkingu sína á traustum rann- sóknum. Kennararnir eru hins vegar firrtir þekkingunni, hún er ekki niðurstaða sjálfstæðrar hugsunar og rýnandi rannsókna þeirra sjálfra. Samband námskeiðs- haldara og kennara er hliðstætt sambandi kennaranna og nemenda þeirra. Hver hópur á sér ákveðna grundvallarheimspeki og býr yfir ákveðinni þekkingu, en, og þetta verður að teljast fremur kaldhæðnislegt, það er vafa undirorpið hversu mikið af þessari þekkingu færist á milli hópanna.9 Brasilíski menntafrömuðurinn Paolo Freire (1921-1997) setti í riti sínu Kennslu- frœði hinna undirokuðu fram kenningu um tengsl menntunar og kúgunar.10 Um er að ræða áhrifamikla hugmynd sem á um margt við skóla á Islandi og víða um heim. Kenning Freires fjallar um það hvernig sjálfstæðisbarátta verður um leið að vera menntabarátta; og öll menntabarátta er ákveðin sjálfstæðisbarátta. Freire barðist íyrir menntun og réttindum kúgaðra smábænda í Brasilíu og var í kjölfarið sendur í údegð. Hugmyndir hans eiga rætur í marxisma, frelsunarguðfræði, tilvist- arstefnu og fyrirbærafræði. Gerendarannsóknir fela í sér að þekkingaröflunin verður að pólitískri athöfn. Samkvæmt Freire er samband kúgaðra og kúgara þannig að virkni, sjálfstæði og frelsi er tekið frá hinum kúgaða og þar með er hann sviptur mennsku sinni. Þessi svipting nær inn í grunngerð persónuleikans og mótar alla lífssýn hins undirokaða. Þannig nægir ekki að fjarlægja ofbeldi kúgarans, heldur þarf hinn kúgaði að fæðast til nýrrar vitundar. Það frumlega í hugsun Freires er að hann telur að kennslufræði og þátttaka undirokaðra í virkum rann- sóknum sé grundvallaratriði í að þeir nái sjálfstæðum tökum á h'fi sínu. Hann gerir grein fyrir því sem hann kallar „innlagnar“-kennslufræði (banking education) og skólaþróun", Netla - Veftímarit um upfeldi og menntun 2003, http://netla.khi.is/greinar/2003/ 004/index.htm (sótt 20. janúar 2008). 9 Umfjöllun i svipuðum nótum má finna í Eliot Eisner, „Educational Reform and the Ecology of Schooling", í Allan C. Ornstein o.fl. (ritstj.), Contemporary Issues in Curricu/um, London: Allyn and Bacon 1995, s. 403-415. 10 Paolo Freire, Pedagogy of tbe Oppressed, þýð. Myra Bergman, London: Penguin 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.