Hugur - 01.01.2008, Page 21

Hugur - 01.01.2008, Page 21
Heildarsýn og röksemdir 19 núna að margbreytnin virðist vera tvenns konar: gerandi og viðfang og marg- breytni innan viðfangsins. Eg spyr spurningar sem ég held að menn hafi ekki spurt áður: hvernig stendur á þessu, er um að ræða tvö upphöf margbreytileikans og hvernig eru tengslin á mihi þess að aðgreina geranda og viðfang og þessa greinar- munar innan viðfangsins? Er annar margbreytileikinn upphaflegur þannig að hinn leiði af honum eða hvernig er þetta eiginlega? Nú skal ég reyna að verða ekki of langorður um þetta, en það sem ég reyni að segja þarna er ég næsta viss um að er rétt hjá mér og ég held ábyggilega nýtt. Það rann upp fyrir mér ljós þegar ég tók eftir því að í þau skipti sem Plótínos gefúr huganum orðið lætur hann hann alltaf tala í fyrstu persónu. Raunar virðist svo vera sem fyrsta hugsunin í heiminum, það sem birtist huganum fyrst þegar hann reynir að höndla hið eina, sé: „ég er“. Éger. Og ef það er nú rétt þá sérðu að innri greinarmunur í objektinu og greinarmunur súbjekts og objekts falla saman, því þegar þú hugsar hugsunina „ég er“ þá er við- fang hugsunarinnar þetta „ég er“, „ég verandi" og það eru tvö element í þessu, gerandi og viðfang, ég og veran. Þannig að í þessari fyrstu hugsun verður greinar- munurinn á geranda og viðfangi og innri greinarmunur í viðfanginu einn og hinn sami ef hugsunin er í fyrstu persónu. (Ef hugurinn hefði hugsað „hugurinn er“ í þriðju persónu, fælist vissulega í þessu innri greinarmunur í viðfanginu, greinar- munur hugarins og verunnar, en ekki þar með greinarmunur geranda og viðfangs.) Það er tesan mín að þessi sjálfshugsun hugans hjá Plótínosi sé hugsun sem sé í eðli sínu í fyrstu persónu, ég eyði talsverðu máli í það. En það er ekki nóg með að þessi hugsun sé í fyrstu persónu, þetta er hugsun sem skilgreinir þann sem hugsar gerandann. Af þessu leiðir að hugsun hugarins er sjálfsmeðvituð hugsun um sam- semd þess sem hugsar. Þetta er algert nýmæli í heimspekisögunni, og talsvert frábrugðið t.d. því sem Aristóteles segir um sjálfshugsun Guðs. Var hún ípriðjupersánu? Já, hún hefði alveg getað verið í þriðju persónu. Hann er ekki sjálfsmeðvitaður; sá Guð? Það er að minnsta kosti ekki partur af þeirri hugmynd að hann hugsi sjálfan sig, að hann sé sjálfsmeðvitaður. Hugsun Plótínosar um þetta er miklu skyldari cogito- inu hjá Descartes sem ég bendi á án þess að fara út í neinn djúpan samanburð. Þetta er líka hugmynd hjá Kant, en hann talar um „þetta ég sem verður að geta fylgt öllum hugsunum mínum“. Efe'g má spyrjafrekar um margbreytileikann. Efpetta erfyrsta hugsunin: e'g er, má sem sagtgera grein fyrir margbreytileika geranda og viðfangs og innan viðfangsins, en pað er meiri margbreytileiki sem kemurfram, eitthvað ílíkingu við frummyndir. Þær eru pá líka innan hugans? Já, en það er satt að segja dáh'tið óljóst hvernig Plótínos leiðir út allan frummynda-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.