Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 58
56
Jón A. Kalmansson
til dæmis mjög næmur á það sem aðrir menn hafast að og tekur það sér til fyrir-
myndar, gjarnan án þess að spyrja sig hvort raunveruleg ástæða sé til þess eður ei.
Lífsgæðakapphlaupið svonefnda er að stórum hluta afleiðing af þeim hæfileika að
bera sig saman við annað fólk og gera sér í hugarlund að „það sem höfðingjarnir
hafast að“ hljóti að vera eftirsóknarvert. Otti, reiði og taugaveiklun þrífast einnig
á vissri tegund af ímyndunarafli. AUir þekkja til dæmis hve auðveldlega ímynd-
unaraflið magnar upp ótta og kvíða fyrir hinu óorðna, sem síðan reynist vel þol-
anlegt og jafnvel ánægjulegt þegar til kastanna kemur. Það er því ekki alveg að
ástæðulausu sem sumir vilja gera sem minnst úr þætti ímyndunaraflsins í sið-
ferðilegri hugsun. Imyndunaraflið er tvíeggjað sverð, eins og svo margt í mannlegu
eðli. Því mætti jafnvel líkja við einhvers konar óskapnað sem hættulegt getur
reynst að leysa úr læðingi. I það getur auðveldlega hlaupið ofvöxtur og sýking, og
vel má vera að stór hluti af sjálfsköpuðum þjáningum mannkyns eigi rætur í sjúku
ímyndunarafli. Þegar fólk tekur til dæmis að líta á tiltekna einstaklinga sem ekki
fyllilega mennska, sem óværu sem þurfi að eyða, eru ofbeldisverk og útrýming-
arherferðir á næsta leiti. Tilfinningar á borð við ótta og örvæntingu tendra oft
ímyndunaraflið á miður uppbyggilegan hátt. Óttinn við bölvun og dauða getur
fengið menn til að ofsækja saklaust fólk sem útsendara djöfulsins. Og ímynd-
unaraflið opnar manni ekki alltaf nýja og ferska möguleika í lífinu. Viss tegund af
ímyndunarafli, sem gjarnan skrýðir sjálfa sig í búning raunsæis, fær mann til að
trúa að engin leið sé út úr vandanum eða öngstrætinu sem maður er í, enginn
möguleiki sé á að breyta lífi sínu til hins betra. Annars konar hugarflug tælir okkur
inn í heim draumóra og sápuópera svo við getum sífellt frestað því að horfast í
augu við það sem veldur okkur sársauka. Þegar svo er komið er það tenging við
veruleikann, raunveruleg reynsla af möguleikum lífsins, sem kemur ímyndunar-
aflinu aftur á rétt spor.20
Þótt ímyndunaraflið hafi allar þessar og margar fleiri hættur í för með sér þá er
ekki hægt að sneiða hjá þeim með því að losa sig við það. Við getum ekki valið
hvort við höfúm það eða ekki. Það fylgir okkur hvort sem okkur líkar betur eða
verr. Sumir virðast að vísu hafa mjög fátæklegt ímyndunarafl, en ímyndunarafl er
það engu að síður. Og að svo miklu leyti sem við höfúm stjórn á ímyndunaraflinu,
en það ekki stjórn á okkur, þá getum við aðeins reynt að hafa áhrif á hvernig
ímyndunarafl það er. Við getum leitast við að rækta hugarflugið og beina því á
vissar brautir. Oftast erum við þó furðu kærulaus um okkar eigin huga, við um-
göngumst hann sjaldnast af þeirri aðgát og nærfærni sem nauðsynleg væri, og við
gerum okkur ekki grein fyrir því í hve ríkum mæli daglegt líferni okkar mótar
hann. Það eitt hve mikið við dveljum utandyra, til dæmis undir stirndum himni,
getur haft veruleg áhrif á næmi okkar og skynjun; ytri heimur og innri heimur
orka sífellt hvor á annan.
Snúum okkur nú aftur að hinu tilvistarlega hugarflugi og skoðum nánar hvers
vegna heimspekingar á borð við Platon leggja áherslu á slíka tegund ímyndunar-
20 Sjá Stanley Cavell, Ihe Senses of Walden, Chicago: The University of Chicago Press 1992, s. 75:
„The human imagination is released by fact. Alone, left to its own devices, it will not recovcr
reality, it will not form an edge“.