Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 175
Sápukúlur tískunnar “
173
steinn Gylfason og Guðni Elísson. Eins og Atli nú tóku Gunnar og Þorsteinn
upp hanskann fyrir frönsku hugsuðina þótt þeir geti ekki talist sérstakir talsmenn
þeirrar heimspeki. Athugasemdinni sem Gunnar gerði þá mætti nú beina óbreyttri
gegn Guðmundi Steingrímssyni og öðrum sem féllu fyrir mælskulist Einars
Más:
Lesandinn fær afar takmarkaða innsýn í viðfangsefni, forsendur, aðferðir
og skoðanir þessara heimspekinga. I stað þess að íjalla um rit þeirra af
réttsýni og skilningi og styðja mál sitt rökum, er hrært saman blöndu af
sleggjudómum og skrumskælingu, sem á að heita endursögn á kenn-
ingum þeirra og lýkur iðulega á upphrópunarmerki til þess að árétta vit-
leysuna! Raunar væri leikur einn að taka hvern sem er sömu tökum og
Kr.Kr. tekur Foucault og Derrida.Til að sýna fram á það skulum við gera
eina litla tilraun til að fjalla um Wittgenstein [...].84
Líkast til hefur Guðmundur húmor fyrir tilraun Gunnars til að skrumskæla heim-
speking sem hann ber virðingu fyrir, en varla drægi hann í kjölfarið þá vafasömu
ályktun að þótt gera megi Wittgenstein að hálfgerðum vitleysingi með mælskulist
sé þar með sannað að hann sé vitleysingur.
Þorsteinn Gylfason áleit greinar Kristjáns Kristjánssonar einkennast „af skömm-
um, upphrópunarmerkjum, uppnefnum, háðsglósum og stóryrðum".*5 Varðandi
innihaldið sagði hann menn að sjálfsögðu geta verið annarra skoðana en Lyotard
og félagar: „En í háskóla er ekki leyfilegt að vera á móti þeim án þess að leggja sig
fram um að skilja þá.“86 Nú birti Kristján greinarnar ekki á vettvangi háskóla-
samfélagsins heldur í Lesbók Morgunblaðsins og því ljóst að „í háskóla“ vísar hér til
þess að það sæmi ekki háskólaprófessorum að básúna órökstudda fordóma, hvorki
innan fræðasamfélagsins né utan þess. Ef til vill hefði Þorsteini fúndist eitthvað
svipað um umfjöllun Einars Más um frönsku heimspekingana.
Fordómafen Kristjáns Kristjánssonar var að miklu leyti fengið að láni frá ensku-
mælandi fræðimönnum sem voru Páli Skúlasyni kunnir þegar hann gagnrýndi
nokkrum árum áður þá lesendur Derrida sem „gefast sumir upp af einskærri hugs-
unarleti eða bregðast jafnvel við af hreinræktaðri illkvittni og fullyrða að Derrida
sé ,óskiljanlegur rugludallur‘.“87
Þrátt fyrir að menntamönnum menningargeirans þyki bók Einars Más ekki
með öllu gallalaus hafa þeir tilhneigingu til að meta sh'k skrif með öðrum hætti en
fræðimenn. Þetta kom skýrt í ljós þegar Guðni Elísson tók aðra afstöðu en Þröstur
Helgason til greinaraðar Kristjáns Kristjánssonar:
sjálfum sér sem fulltrúa hefðbundinnar heimspeki „sem veður andstreymis tísku tímans“ (M
226) bauð hann þó ekki upp á tískufræðilega greiningu að hætti Einars Más.
84 Gunnar Harðarson, „Tuggan í túngarðinum", Morgunblaðid 7. des. 1997.
85 Þorsteinn Gylfason, „Er heimurinn enn að farast?“, s. 121.
86 Sama rit, s. 123.
87 Páll Skúlason, „Að vera á skilafresti. Um heimspeki Jacques Derrida“, Timarit Má/s og
menningar 55.2 (1994), s. 69-72, hér s. 69. Itarlegri umfjöllun um þetta, sjá Davíð Kristinsson
og Hjörleifúr Finnsson, „Afvegaleidd verk til sýnis", Lesbók Morgunblaðsins 12. júlí 2003.