Hugur - 01.01.2008, Page 136
Hugur | 19. ÁR, 2007 | s. 134-141
Jón Á. Kalmansson
Hugsað með Ólafi Páli
Um Náttúru, vald og verðmœti
Út er komin hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi bókin Náttúra, vald og verðmœti
eftir Olaf Pál Jónsson. Kaflar bókarinnar byggjast að mestu á greinum eftir Ólaf
Pál sem birst hafa á undanförnum 5-6 árum í íslenskum fræðiritum og víðar.
Bókin skiptist í íjóra hluta. I þeim fyrsta fjallar Ólafur Páll einkum um grund-
vaUarafstöðu manna til náttúrunnar, hvernig við skiljum náttúruna og tengjumst
henni, hvaða gildi náttúran hefur, greinarmun náttúru og umhverfis, og ólík henni
til friðunar. Viðfangsefni annars hluta eru verðmæti og verðmat, hvernig megi og
eigi að leggja dóm á gildi náttúru og auðlinda. Þá fjallar Ólafur Páll einnig um
eignarréttinn, grundvöll hans og inntak, og um eignarhald á vatni. Efni þriðja
hluta er lýðræði, ekki síst greinarmunur þess sem Ólaför Páll nefnir annars vegar
prúttlýðræði og hins vegar rökræðulýðræði. Fjórði og síðasti hluti bókarinnar
samanstendur af tveimur stuttum og persónulegum hugleiðingum höfundarins
um samband sitt við náttúruna og æskustöðvarnar. Ólafur Páll tekst á við, en
vekur jafnframt um leið, margar áhugaverðar spurningar, til dæmis um eðli sið-
fræðinnar, gildi tilfinninga og raka, samband manns og náttúru, tengsl gilda og
hagsmuna, og síðast en ekki síst eðli og inntak lýðræðisins.
Það fer tæpast framhjá þeim sem les bókina að hún er að verulegu leyti skriföð
sem andsvar við þeim umræðum, ákvörðunum og framkvæmdum í íslenskri
náttúru sem átt hafa sér stað á undanförnum árum. Ritunarskeið bókarinnar
spannar tímann frá því heitar umræður fóru fram í samfélaginu um það hvort
ráðast ætti í Kárahnjúkavirkjun og til þess tíma þegar framkvæmdinni var að
mestu lokið. Segja má að bókin sé að miklu leyti skriföð í skugga þessarar fram-
kvæmdar og ekki fer á milli mála að hún hefur haft djúp áhrif á höfondinn. I
formálanum segir meðal annars:
A meðan ég skrifa þessi orð hækkar vatnið í Hálslóni, hægt og bítandi er
verið að drekkja stórbrotnu landi, stórbrotnu lífi, stórbrotinni náttúru.
Huggunarorðin láta að vísu eklci á sér standa: „Þetta er bara fórnar-