Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 129
Menntun, sjálfsþroski og sjálfshvörf
127
ingarkerfi („duldar sjálfskenningar") sem móta hugfar og dagfar þess og leiða til
þess að það bregst á ólíkan hátt við líkum aðstæðum. Sérstaka þýðingu hafa í þessu
sambandi duldar kenningar fólks um hvaða kost það hafi á að stjórna sjálfu sér og
umhverfi sínu. Þessar kenningar hafa mismikið „aðlögunargildi", sem merkir á
mannamáli að þær séu mishollar fólki (Dweck, 1999, s. xi, 138,144; Tamir o.fl.,
2007). Nánar tiltekið er Dweck höll undir svokallaðar „eignunarkenningar" í sál-
fræði sem gera ráð fyrir að við breytum í ljósi þeirra eiginleika sem við eignum
sjálíum okkur: teljum okkur hafa til að bera (með réttu eða röngu). Einnig felst í
kenningunni að skýringar okkar á eigin hegðun og annarra hafi áhrif á breytni
okkar.
(b) Sjáfskenning. Endurteknar niðurstöður rannsókna Dweck leiða í ljós að
hægt sé að skipta fólki í tvo meginflokka eftir því hvaða „duldar sjálfskenningar"
það aðhyllist: festukenningarfólk og vaxtarkenningarfólk. Þeir sem hallir eru undir
„festukenningar" telja persónueiginleika sína stöðuga og óhagganlega. Þeir sem
styðja „vaxtarkenningar“ telja eiginleikana sveigjanlega og breytanlega. Hinir
síðarnefndu fagna áskorunum sem lífið ber á borð fyrir þá og þeir njóta þess að
glíma við verðug viðfangsefni sem reyna á hæfileika þeirra og þroska þá. Festu-
paufararnir þrá hins vegar auðveld viðfangsefni sem þeir vita að þeir ráða við. Þeir
hafa stöðugar áhyggjur af því að komast að raun um að hinir fastskorðuðu hæfi-
leikar sínir séu rýrir. Festukenningar drepa því dáð úr fólki og gera það hjálparvana.
Dweck hefur þróað mælitæki sem skilja sauðina frá höfrunum. Tækin leiða í ljós
að fæstir eru festu- eða vaxtarkenningarfólk á öllum sviðum. Algengt er til dæmis
að aðhyllast festukenningu um greind en vaxtarkenningu um siðvit. Engu að síður
eru hlutföll festu- og vaxtarkenningarfólks á hverju sviði tiltölulega stöðug og jöfn.
Tæpur helmingur fellur í hvorn flokk en um 15% eru einhvers staðar í miðjunni.
Endurtekin próf á fólki allt niður í þriggja og hálfs ára aldur leiða í ljós sömu
hlutfallslegu skiptinguna (Dweck, 1999, s. 2-7, 96).
Þorrinn af rannsóknum Dweck snýst um greind. Festukenningarfólk telur
greind fastastæðu og trúir á mælda greindarvísitölu sína eins og markaskrá. Það
hefúr vantrú á að geta lært neitt nýtt en vill endurtaka fyrri afreksverk aftur og
aftur. Vaxtarkenningarfólk telur greind sveigjanlega og vaxtarmiðaða (leggi maður
sig fram við að efla hana). Það fagnar nýjum viðfangsefnum. Meðal rannsókna
Dweck á afdrifúm fólks í þessum tveimur flokkum má nefna að nemendur sem
hefja nám í nýjum skóla með festukenningu sem bögglað roð fyrir brjósti eiga á
hættu að staðna og daga uppi í hinu nýja umhverfi á meðan vaxtarkenningarfólkið
blómgast og dafnar. Ein ástæðan er sú að festukenningarfólkið hættir tiltölulega
fljótt að reyna (að ná árangri í náminu, eignast nýja vini o.s.frv.). Með því að reyna
ekki getur það að minnsta kosti haldið í þá blekkingu að það heföi getað náð settu
marki fyþað hefði lagt sig fram um það. Dweck kennir þessi viðbrögð við „áunnið
hjálparleysi“ (1999, kaflar 4-6).
Dweck og félagar hennar hafa komist að svipuðum niðurstöðum á öðrum
mannlífssviðum, svo sem í sambandi við tilfinningastjórn og ástarsambönd: Festu-
kenningarfólk leitar frá blautu barnsbeini að viðurkenningu annarra og staðfestingu
ríkjandi tengsla. Vaxtarkenningarfólk tekur hins vegar áhættu og leitar nýrra sam-