Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 105
103
Skóli og menntastefna
V. Menntastefna
Það þarf raunar ekki að fara í saumana á Aöalnámskrágrunnskóla og tilskipunum
skólayfirvalda til að sjá að engin menntastefna er við lýði á Islandi. Það blasir við
af umræðu um skólamál síðustu misserin. Þar fer mest fyrir tvennskonar umræðu.
Annars vegar er umræða um próf, hvort sem það eru samræmd próf í íslenskum
grunnskólum eða alþjóðleg samanburðarpróf, t.d. PISA-prófln. Hins vegar er
umræða um skilvirkni skólakerfisins, um styttingu framhaldsskólans, flutning á
námi framhaldsskólans í grunnskólann, möguleika grunnskólanema á að taka
áfanga í framhaldsskóla og almennt hugmyndum um hvernig koma megi nem-
endum hraðar í gegnum skólakerfið og út á vinnumarkaðinn.18 Vissulega er rétt að
gera þá kröfii til skóla að þeir séu skilvirkir. Skólar geta ekki vikið sér undan kröf-
um um skilvirkni, ekki frekar en að þeir geti almennt vikið sér undan kröfum um
vönduð vinnubrögð. En skilvirkni í skóla verður ekki mæld með tæknilegum hætti,
svo sem fjölda kláraðra námsþátta og þreyttra eininga, nema því aðeins að hug-
myndin um skóla sem menntastoívMXi sé gefin upp á bátinn. Raunin er hins vegar
sú að klifað er á hlutverki skólanna sem menntastofnana á meðan árangur þeirra
er mældur með tæknilegum hætti og þær „umbætur" í menntamálum, sem helst
eru á dagskrá, miða flestar að því að koma nemendum fyrr í gegnum skólana og
út á vinnumarkað.
Það ætti ekki að vera markmið skólayfirvalda að stytta nám til stúdentsprófs. I
síbreytilegu lýðræðissamfélagi sem einkennist af sífellt meiri hörku, bæði á vinnu-
markaði og í þjóðlífinu almennt, ætti þvert á móti að leggja áherslu á að auka
menntun til stúdentsprófs. Að vísu er þetta tvennt - að stytta nám eða auka mennt-
un - ekki eiginleg andstæða, því styttra nám þarf ekki að draga úr menntun og
það má auka menntun án þess að lengja nám. En hver er þá hugmynd yfirvalda
menntamála að baki nýlegum hugmyndum um úrbætur í þeim málum? I skýrslu
Menntamálaráðuneytisins frá 2003 segir m.a.:
Með vandaðri endurskoðun á innihaldi og skipulagi náms til stúdentsprófs
er stefnt að því að íslenskir framhaldsskólar geti sinnt uppeldis- og
menntunarhlutverki sínu gagnvart nemendum á þremur árum, án þess að
dragi úr gæðum náms og kennslu. Nýju námskrárnar og reynslan af þeim
munu nýtast vel við endurskoðun námsins, en þar eru námsmarkmid skýr
og námspættir vel afmarkaðir. Við endurskoðunina verður haft að leiðar-
18 Skýrt dæmi um þetta má lesa í stuttri grein eftir Júlíus Vífil Ingvarsson, borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins, í Fréttabladinu, laugardaginn 10. nóvember 2007. Þar segir hann m.a.:
„Frá sveitastjórnarkosningunum í maí 2006 hafa fjölmörg verkefni á sviði menntamála sem
byggja á hugmyndafræði sjálfstæðismanna litið dagsins ljós. Má þar nefna viðræður við
menntamálaráðuneytið um yfirtöku borgarinnar á rekstri eins framhaldsskóla í tilraunaskyni
og mjög áhugavert verkefni í Rima- og Arbæjarskóla þar sem nemendum er gefinn kostur á
að taka síðustu þrjú ár grunnskólans á tveimur árum. Standa vonir til þess að nemendur fleiri
grunnskóla geti valið þessa leið á næsta skólaári."