Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 98
96
Olafur Páll Jónsson
Grunnskólinn skal veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar
og leikni og temja sér vinnubrögð sem stuðli að stöðugri viðleitni til
menntunar ogproska. Skólastarfið skal því leggja grundvöll að sjálfstæðri
hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.!
Nýjar aðalnámskrár fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, sem gefnar voru
út árið 1999, taka þessi áhersluatriði upp með nokkuð afdráttarlausum hætti og
útfæra þau enn frekar. I Aðalnámskrágrunnskóla segir þannig:
Forsenda lýðræðis er meðvitaður og ábyrgur einstaklingur sem er fær um
þátttöku í opnu og frjálsu þjóðfélagi. Hin siðferðilegu gildi samfélagsins
verða að endurspeglast í öllu skólastarfi. Umfjöllun um siðfræðileg gildi
og forsendur þeirra á heima í öllum námsgreinum.
Starfshættir í grunnskóla skulu mótast af gildum lýðræðislegs sam-
starfs, kristins siðgæðis og umburðarlyndis. Helstu gildi lýðræðislegs
samstarfs eru: jafngildi allra manna, virðing fyrir einstaklingum og sam-
ábyrgð. Helstu gildi kristins siðgæðis, sem skólinn á að miðla og mótast
af, eru: ábyrgð, umhyggja og sáttfýsi. Umburðarlyndi tengist lýðræðinu
og kristnu siðgæði og byggist á sömu forsendum. Það verður að ætla öll-
um rétt til sjálfstæðra skoðana og tækifæri til að tjá þær og reyna að vinna
þeim fylgi, að því tilskildu að það sé gert á heiðarlegan hátt og réttur
annarra til hins sama virtur.3 4
En það er ekki nóg með að starfið í grunnskólanum eigi að vera lýðræðislegt,
heldur er lögð áhersla á að allir hafi aðgang að grunnskólanum, sem er forsenda
þess að líta megi á grunnskólann sem samofinn hinu lýðræðislega stjórnskipulagi
og nauðsynlegan hluta þess.
Grunnskólinn er skyldunám og er hverju sveitarfélagi skylt að sjá öllum
börnum á aldrinum 6-16 ára, sem þar eiga lögheimih, fyrir skólavist. Lög-
in kveða á um það að skólaárið skuli ná yfir 9 mánuði og að nemendur
skuli njóta 170 kennsludaga að lágmarki.5
Loks má nefna að námskrár hinna þriggja skólastiga eru greinilega hugsaðar
sem ákveðin heild og þannig að ljóst er að höfundar námskránna hafa lagt kapp á
að setja skólakerfinu samræmd markmið.
Er þá ekki allt í lukkunnar velstandi og gagnrýni Páls blessunarlega úrelt? Af
ofangreindum tilvitnunum í Aðalnámskrá grunnskóla virðist ljóst að skólakerfinu
hefúr verið gefið menntunarhlutverk með afgerandi hætti, að stjórnmálamenntun
nemenda er komin rækilega á dagskrá og tekin hafa verið af öll tvímæli um stöðu
grunnskólans sem eins af hornsteinum hins lýðræðislega stjórnskipulags. En það
3 Lög um grunnskóla, nr. 66 frá 1995, 2. gr. Leturbreyting ÓPJ.
4 Aðalnámskrágrunnskó/a: Almennur h/uti, Menntamálaráðuneytið, Reykjavík 1999, s. 17—18.
5 Sama rit, s. 7.