Hugur - 01.01.2008, Síða 6

Hugur - 01.01.2008, Síða 6
Hugur | 19. ÁR, 2007 | s. 4-7 Inngangur ritstjóra íslenskir heimspekingar hafa í gegnum tíðina tekið sér fjölbreytt verkefni fyrir hendur og sinnt hinum ólíklegustu störfum, enda er þá að finna í nær öllum geir- um þjóðfélagsins. Líkt og Þales forðum daga með ólífupressubraski sínu hafa þeir sýnt og sannað hæfni sína og getu til að nýta þau tækifæri sem veröldin opnar í stöðugum umhleypingum sínum og komast jafnvel til efna og pólitískra áhrifa - hafi þeir á annað borð áhuga á slíku. En öðru fremur hafa íslenskir heimspekingar verið áberandi á sviði menntunar, og þá ekki bara sem kennarar heldur hafa þeir leitast við að benda á mikilvægi þess að menntun miði að því að efla jafnt bókvit sem siðferðis- og félagsþroska manneskjunnar - að „manna“ manneskjuna - en einskorðist ekki við miðlun þekkingar eða einbera starfsþjálfun fyrir vinnumark- aðinn. Allt frá því að Sókrates hóf að stunda heimspeki sem gagnrýna samræðu hefur menntun í þessum skilningi gengið eins og rauður þráður í gegnum sögu heim- spekinnar. Þótt heimspekingar hafi vissulega ekki alltaf vísað beint til menntunar hafa þeir þó á öllum tímum lagt sig í líma við að opna augu viðmælenda sinna og lesenda fyrir því sem býr að baki yfirborði hversdagsins, í því skyni að þeir öðlist skilning á raunverulegu samhengi hlutanna og myndi sér gagnrýnið viðhorf til skoðana og gildismats sem þeir sjálfir og aðrir láta í ljósi í orði eða á borði, jafnt með sjálfum sér sem á vettvangi samfélagsins. Með öðrum orðum hafa heim- spekingarnir leitast við að efla skarpskyggni, skilning, gagnrýni, víðsýni, þroska og skynsemi - markmið sem öll heyra, eða ættu að heyra, menntun til. Raunar má ekki gleyma því að þessi viðleitni takmarkast ekki við vestræna hugsuði heldur hefur hana einnig verið að finna á meðal heimspekinga innan annarra menn- ingarheilda og hún hefur síst verið veikari í fornum heimspekihefðum Indlands og Kína en í hinni grísku arfleifð Vesturlanda. Konfusíski hugsuðurinn Xunzi sem uppi var á 3. öld f.Kr. minnir til dæmis á, í fyrstu setningu ritgerðasafns síns, að menntun sé verkefni sem nær aldrei lokamarki sínu heldur þurfi ávallt að leggja rækt við hana á meðan samfélög manna eru við lýði. I ljósi þessa mikla og eðlilega áhuga heimspekinga um víða veröld og á öllum tímum á menntun er orðið löngu tímabært að Hugur geri henni sérstök skil og því er „heimspeki menntunar" í víðum skilningi þema þessa heftis. I grein sinni „Skóli og menntastefna" ríður Olafur Páll Jónsson á vaðið með þá grundvallarspurningu hvort raunveruleg menntastefna sé fyrir hendi í íslensku menntakerfi nútímans en umfjöllun hans lýtur að verulegu leyti að þeim áhersluatriðum sem drepið er á hér að ofan. Hann endurvekur fyrri umræðu um þetta efni sem Páll Skúlason og fleiri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.