Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 149
Sápukúlur tískunnar'
147
Eins og tilvitnanirnar sýna eru forsendur velferðarríkisins að þar búi einsleit þjóð
með sömu tungu og menningu, og að menntun alþýðu sé á háu stigi. Einar Már
virðist einnig gera ráð íyrir því að þessi skilyrði hafi fyrst og fremst verið að finna
í ríkjum Norður-Evrópu.12 Við skulum því skoða nokkur ríki þessa heimshluta og
spyrja okkur hvort þau hafi einkennst af „þjóðarkommúnisma“ á gullöld velferð-
arríkjanna á sjötta og sjöunda áratugnum.13 Það var ekki tilfellið í Vestur-Þýska-
landi, fjölmennasta velferðarríkinu. A tímum þýska efnahagsundursins lá til dæmis
straumur tyrkneskra og kúrdískra farandverkamanna þangað og menning yfir-
stéttarinnar var frábrugðin menningu lágstéttanna. Þetta á heldur ekki við um
Finnland þar sem stór hluti „þjóðarinnar" talaði ekki finnsku heldur sænsku. Og
ekki heldur sjálft fyrirmyndarríkið Svíþjóð þar sem aðall og stórkapítalistar mynd-
uðu sterka yfirstétt sem varla skildi mælta lágstéttarskánsku, hvað þá að þeir hafi
átt hlutdeild í menningu og viðmiðum lágstéttanna.14
Líklega er Island eina landið í Norður-Evrópu sem var nálægt því, að minnsta
kosti á yfirborðinu, að einkennast af „þjóðarkommúnisma", þ.e. einsleitni og sam-
eiginlegri menningu. Þróun íslensks samfélags eftir stríð er að mikilvægu leyti
frábrugðin þróun annarra þjóðfélaga Norður-Evrópu. Island var fram á tuttugustu
öld fátækt og strjálbýlt land með litla kaupmanna- og embættismannastétt en
stóra bænda- og vinnuhjúastétt sem bjó að miklu leyti við sameiginlega menn-
ingu.'s Með sjálfstæðisbaráttunni var enn hert á sameiginlegum bakgrunni og
menningu. Þegar gullöld velferðarríkisins hófst á Islandi var stéttaskipting því
tiltölulega lítil. Landið greinir sig frá fyrrnefndum löndum þar sem velferðarríkið
tók við af skýru stéttasamfélagi og viðhélt því innan velferðarkerfisins. Lýsing
Einars Más á velferðarríkinu - einsleitni tungumáls og menningar, greiður að-
gangur að stjórnmálamönnum, sameiginleg viðmið - á því í mesta lagi og með
nokkrum fyrirvara við um ísland sem er fjarri því að vera dæmigert fyrir þróun
kapítalisma og velferðar á Vesturlöndum. Ef stilla á einsleita velferðarríkinu upp
sem einhvers konar týndri paradís Vesturlanda, jafnvel þótt hún felist ekki í öðru
en að menn hafi verið sammála um markmiðin, verður hún að hafa verið til staðar
víðar en í örríkinu Islandi.
Jafnvel þótt við litum framhjá „þjóðarkommúnískri" tálsýn Einars Más og
gæfum okkur að áðurnefnd ríki Norður-Evrópu hafi verið réttnefnd velferðarríki
- þar sem hagkerfi þeirra var blandað og ríkið tryggði þegnunum lágmarks pólitísk
og félagsleg réttindi - þyrfti samt sem áður að skoða nokkra vankanta þeirra. Þrátt
fyrir að velferðarríkin hafi að einhverju leyti dregið úr stéttaskiptingu héldu þau
henni við að öðru leyti, til dæmis í skólakerfinu.16 Þegar haldið er í stéttskipt
12 Það er ekki alveg skýrt hvar Einar Már vill draga markalínuna milli norðurs og suðurs í
Evrópu en væntanlega teygir Norður-Evrópa sig eitthvað suður fyrir Norðurlönd.
13 Einar Már telur þennan tíma lengri í báðar áttir, þrjá til fimm áratugi. Hér er stuðst við
afmakaðra tímabil til að lenda örugglega innan marka gullaldarinnar.
14 Ef hirðingjasamfélög Sama í Norður-Finnlandi og -Svíþjóð eru tekin inn í myndina, skekkist
mynd einsleitrar menningar og tungu enn frekar.
15 Noregur er sennilega það land Norður-Evrópu sem stendur hvað næst Islandi að þessu leyti.
16 Sjá t.d. rannsóknir Bourdieus og Jean-Claude Passeron á franska menntakerfinu: Les Héritiers.
Les étudiants et la culture, París: Minuit 1964; og La Reproduction. Elémentspour une théorie du