Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 35
Að skilja heimspeking
33
vilji fela í sér heimspekikenningar aUra forvera hans og skýra þær í samræmi við
rokvísi kerfisins sem Hegel sjálfhr hannaði. Alquié telur að slík söguspeki ógni
íðkun heimspekinnar og komi jafnvel í veg fyrir að við stundum heimspeki.
Bestu skilgreiningu á heimspeki hefhr Alquié eftir Malebranche, þegar hann
lýsir því yfir í Viðrœðum sínum að hann ætli ekki að leiða okkur til framandi lands,
heldur að fræða okkur um að við séum útlendingar í eigin landi. „Ekkert sýnir’
okkur eins vel“ - segir Alquié - „hvers vegna það er svo erfitt að skilja heimspek-
mgana. Það er að við viljum ekki láta rugla okkur í ríminu, og ekkert ruglar okkur
eins í ríminu og heimspekin, einmitt af því að hún lætur okkur fara frá heiminum
að einhverju sem er ekki heimur.““ Og hann bendir á að menn hafi fyrst og fremst
áhuga á hlutlægum sannindum sem gera þeim ldeift að hafa áhrif á gang mála í
heiminum, þess vegna séu margir svo spenntir fyrir heimspekikerfhm sem virðast
gefa okkur hlutlæga mynd af hinum sanna veruleika. Meginniðurstaða hans er sú
að heimspekina þurfi sífellt að endurtaka, því hún sé leið mannsandans til að
bjarga sér.12
Ef éS skil gagnrýni Alquié á Hegel rétt þá felst hún í því að segja að hann
útskýri kenningar heimspekinga á undan honum í ljósi atriða sem séu í sjálfh sér
óháð hugsun þeirra, það er tíðaranda, félagslegs umhverfis, stéttar o.s.frv. Hann
virðist hér leggja heimspeki Hegels að jöfnu við heimspeki Marx sem vissulega
túlkar heimspekikenningar iðulega sem hugmyndafræðilega endurspeglun á
stéttabaráttu og þjóðfélagsgerðinni almennt.'J Þetta orkar tvímælis og er raunar
miklu fremur í anda Marx en Hegels, en Marx skýrir hugmyndir og hugsunarhátt
og þa einkum trúarbrögðin iðulega út frá þjóðfélagsaðstæðum og fydlar líka
stundum um heimspekikenningar sem hugmyndafræði sem er ætlað að réttlæta
tiltekin valdakerfi. Rökvísin sem Hegel sá í sögunni er á hinn bóginn framrás
skynseminnar sjálfrar en heimspekin hefur það verkefni að gera grein fyrir henni
á hverÍum tíma og þannig verður hver heimspeki liður í þessari framrás og kallar
sjálf á heimspekilega skýringu. Hegel talar þannig um heimspeki sína sem þátttöku
í heimspekisögu sem halda mun áfram eftir hans daga, en með öðrum hætti vegna
þess að Andinn er sjálfur óendanlegt þroskaferli sem við sem hugsandi ein-
staklingar fáum tækifæri til að taka þátt í þessi fáu ár sem okkur er gefið að lifa.
Andinn í heimspeki Hegels er einmitt þetta Eina sem allir heimspekingar reyna
að hugsa í því skyni að skilja heim reynslunnar, rétt eins Alquié gerir góða grein
fyrir. Andinn er ekki heimurinn, hann er aflið sem knýr heiminn til móts við sig,
Andinn er tíminn sem talar til okkur í nútíðinni, hlaðinn af röddum fortíðar og’
hlustandi eftir röddum framtíðarinnar.
Þetta líkingamál er ef til vill ekki sérlega heppilegt. Hvað sem því líður er ljóst
að heimspeki Heg;els hefúr ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann að hætti að geta
mælt fyrir henni sjálfur árið 1831 og skildi hana eftir sig í formi kerfis sem margir
hafa hnfist af en enn fleiri hallmælt af þvíh'kum ákafa að ætla mætti að heiminum
n Sama rit, s. 87-88.
12 Aiqme segir ekki frá hverju heimspekin eigi að bjarga mannsandanum, en af því sem hann
hefur sagt ma ætla að það sé frá því að glata sér í hlutlægum vísindum og veraldarvafstri.
13 Sja sama rit, s. 39, þar sem Alquié nefnir Hegel og Marx í sömu andrá.