Hugur - 01.01.2008, Page 25
Heildarsýn og röksemdir
23
Aðallega um Plótínospó, á ensku.
Já-
Þú hefur skrifað um svolítið öðruvísi efni á íslensku. Af hverju erpað?
Eg veit það nú ekki alveg. Ég held ég hafi nú kannski hugsað að það væri ekki
vettvangur á Islandi fyrir svona mjög fræðilegar greinar um Plótínos og ef ég hef
stungið niður penna á íslensku þá hefur mér fundist að það væri eitthvað annað
sem ég ætti að gera.
Ertu að tala um samhengi, að pú viljir skrifa í eitthvað samhengipar sem pað sem pú
skrifar er lesið?
Já.
Þú hefur til dtemis skrifað eitthvað i Vísbendingu sem er viðskiptarit, íNý mennta-
mál og svo um Platon náttúrlega og skáldskap.
Já, og í Sktrni hef ég líka skrifað nokkrar greinar. Þegar ég var yngri og nýlega
kominn heim skrifaði ég nú sennilega mest svona sitt af hverju tagi, var sennilega
eitthvað að þreifa fyrir mér.
Þú sagðist upphaflega hafa haft áhuga á að lesa Platon út af efninu ogpað hafi verið
siðfrteði, núfiallarðu mest um frumspeki. Ahuginn á siðfrteðinni hefur ekki haldist?
Nei, ekki með sama hætti. Gorgías leysti allar siðfræðilegar spurningar fyrir mér
þannig að það þurfti ekki að grufla meira í því. Nei, þetta segi ég nú í gríni, en
eitthvað kann að vera til í því. \Hlær\
Maðurparf greinilega að veitapeirri samrteðu meiri athygli. Eg var svolítið ruglaður
eftir að hafa lesið Gorgías. Mérfiannst hún akkúrat vera pannig að hún leysti engar
spurningar, allavega ekki með fullntegjandi hœtti.
Engar eða ekki allar? ... Kannski eru ekki allar siðfræðilegar spurningar leysan-
legar.
Eg hneigist til að takapig alvarlega og veltipvífyrir mér hvað Gorgías leysti.
Það var ýmislegt sem mér fannst ég skilja af Gorgíasi og eldri verkum Platons með
Sókrates í aðalhlutverki. Það var til dæmis það að siðfræðin byrjaði heima hjá
manni, að maður verði að vera sjálfum sér samkvæmur, og svo þessi dygðarhugmynd
- hvað hún væri óskaplega mikilvæg. „Vertu þú sjálfúr" er vel þekkt hollráð sem
hljómar vel, en gæti virkað frekar innantómt þegar maður fer að velta fyrir sér
hvað það þýði. Mér fannst Gorgías og almennt persóna Sókratesar hjá Platoni gefa
þessu spakmæli djúpt inntak.
Ferðu eftirpessu sjálfur?
Sjálfsagt ekki nóg ... en ég reyni.