Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 193
The Ethics and
Govetnance of Human
Genettc oatabases
Hér eru birtar niðurstöður rannsóknarverkefnisins ELSAGEN sem
styrkt var af 5. rammaáætlun Evrópusambandsins 2002-2004.
Verkefnið var undir stjórn Siðfræðistofnunar. Ritstjórar eru Matti
Háyry, Ruth Chadwick, Garðar Árnason og Vilhjálmur Árnason
sem einnig ritar inngang. Fjallað er um gagnagrunna fyrir
erfðarannsóknir í Englandi, Eistlandi, Svíþjóð og Islandi frá sið-
fræðilegum, lögfræðilegum og félagsfræðilegum sjónarhornum.
Fjölmargir höfundar eru að ritinu, en íslenskir höfundar eru þau
Garðar Árnason, Hörður Helgason, Margrét Lilja Guðmundsdóttir,
Salvör Nordal, Sigurður Kristinsson og Vilhjálmur Árnason. Það
er hið virta forlag Cambridge University Press sem gefur bókina
út, en hún er 283 bls., gefin út bæði innbundin og i kilju.
Óhætt er að fullyrða að breski heimspekingurinn John Stuart Mill
haft mjög mikil áhrif á íslenska heimspeki og stjórnmálaumræðu
hér á landi. Þrjár af merkustu bókum hans, Frelsið, Nytjastefnan
og Kúgun kvenna hafa verið þýddar á íslensku og hugmyndir
hans því íslendingum handgengnar. I bókinni er að finna fræði-
greinar eftir 10 íslenska heimspekinga þau Guðmund Heiðar
Frímannsson, Gunnar Harðarson, Kristján Kristjánsson, Mikael M.
Karlsson, Róbert H. Haraldsson, Salvöru Nordal, Sigríði Þorgeirs-
dóttir, Sigurð Kristinsson, Svavar Hrafn Svavarsson og Vilhjálm
Árnason. Bókin er afrakstur málþinga sem haldin voru í Reykjavík
og á Akureyri í tilefni 200 ára fæðingarafmælis Mills.
PERSÓNUVERND
f UPPLÝSINGASAMFÉLAGI
Guðbjorg lind* R.lntddttir,
M.rgrét LiljJ Guémundtdéltir.
Lér. Rún Sigurvintdóttir.
Horður H.lgtton og S.lvor Nord^
Hugsað með Mill Sag
Hverju er safnað? Hverjir fylgjast með? I bókinni er fjallað um
umfang eftirlits í íslensku samfélagi og hvaða persónuupplýsingum
er safnað. Þar er meðal annars að finna greinar um lífsýnasöfnun
á vinnustöðum, gagnagrunna á heilbrigðissviði, rafrænt eftirlit á
vinnumarkaði og eftirlitsmyndavélar á opinberum stöðum. Þá er
fjallað um lagalegan ramma eftirlits og upplýsingasöfnunar og rætt
um siðferðilegar spurningar sem eftirlitið vekur. Höfundar greina i
bókinni eru félagsfræðingarnir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Margrét
Lilja Guðmundsdóttir og Lára Rún Sigurvinsdóttir, Hörður
Helgason, lögfræðingur og Salvör Nordal, siðfræðingur. Bókin er
þriðja bók í ritröðinni Siðfræði og samtími sem gefin er út af
Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfunni
SIÐFRÆÐISTOFNUN H I
sidfraedistofnun.hi.is
haskolautgafan.hi.is