Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 108
106
Olafur Páll Jónsson
hvernig sem málum var háttað á öndverðri 20. öldinni, þá tel ég að engin mennta-
stefna hafi verið við lýði á ofanverðri öldinni og að hlutirnir hafi ekki skánað með
nýrri öld.
Eg hef áður rakið hvers vegna Aðalnámskrágrunnskóla sé ónýt sem grunnur að
menntastefnu. En gæti ekki verið menntastefna við lýði í landinu prátt fyrir
stefnuleysi aðalnámskrár?26 Þótt aðalnámskrár séu mikilvægt stjórntæki í mennta-
málum - kannski það mikilvægasta sem ríkisvaldið hefur - þá má ekki gleyma því
að frá árinu 1996 hefur rekstur grunnskólans verið á hendi sveitarfélaga en ekki
ríkis og því hefur ríkisvaldið ekki sömu ítök í grunnskólum landsins og áður.
A sama tíma og dró úr miðstýringu í menntakerfinu með flutningi grunnskólans
frá ríki til sveitarfélaga var gefin út ný námskrá (1999) sem var mun meira stýrandi
en fyrri námskrá. Og eins og ég hef þegar rakið, var hin aukna stýring í átt frá
menntun og til fræðslu. Það svigrúm sem sveitarfélögunum var skapað með þessu
var því í raun mjög takmarkað og varðar fyrst og fremst skipulag skólastarfsins
frekar en inntak námsins (þótt þetta tvennt verði ekki algjörlega aðskilið).27 Þrátt
fyrir takmarkað svigrúm einstakra kennara og skóla til að vinna að eiginlegri
menntun frekar en einberri fræðslu, hefur vitanlega margt merkilegt gerst í skólum
landsins, en það starf er ekki hvatt áfram af opinberri stefnu í menntamálum, það
er nær lagi að sú starfsemi viðgangist þrátt fyrir stefnu stjórnvalda.
VI. Inntak menntastefnu á nýrri öld
Ég hef beint sjónum mínum að tilfinnanlegum skorti á menntastefnu en sagt
minna um hvert inntak slíkrar stefnu ætti að vera. Spurningin um það, hvort
yfirleitt sé einhver menntastefna við lýði er spurning um það, hvort skólastarf í
landinu miði með skipulegum hætti að einhverju sem kalla megi menntun. Hér
er grundvallarspurningin einfaldlega: Hvað er menntun? I lok bókarinnar Reynsla
og menntun segir John Dewey:
Ég vil þó ekki ljúka máli mínu án þess að láta í ljósi þá bjargföstu trú að
grundvallaratiði málsins snúast ekki um nýja menntun andstætt gamal-
dags menntun og ekki um framsækið skólastarf gegn hefðbundinni
menntun, heldur snúast þau um hvað til þess þarf að nokkuð yfirleitt eigi
skilið að heita menntun.28
landafræði. Á þessum tíma má segja að heimilin hafi verið vettvangur menntunar, skólarnir
vettvangur fræðslu. Undir lok 20. aldar var staðan vitanlega allt önnur.
26 Góð umfjöllun um það tak sem Abalnámskrá hefur á skólastarfinu er að finna hjá Ragnheiði K.
Sigurðardóttur,„Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt: Er íslenski grunnskólinn í fjötrum?",
ritgerð til B.A.-prófs, Háskóli Islands 2006.
27 Ágætt dæmi um þetta er sú stefna Reykjavíkurborgar sem kölluð er „einstaklingsmiðað nám“.
Sú stefna varðar fýrst og fremst skipulag skólastarfs: uppbrot á hefðbundinni bekkjarkennslu
með þcmavinnu, samkennslu, útikennslu og fleiru í þeim dúr. Sjá t.d. Ingvar Sigurgeirsson,
„Um einstaklingsmiðað nám, opinn skóla og enn fleiri hugtök ...“, Uppeldi og menn/un, 14.2
(2005).
28 John Dewey, Reynsla og menntun, s. 100.